Innanlandsstarf
Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
01. september 2025
Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.

Rauði krossinn á Íslandi og dómsmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um áframhaldandi ráðgjafarþjónustu félagsins við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga. Þjónustan er veitt á grundvelli 45. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, þar sem fjallað er um réttindi fjölskyldna til sameiningar, og í samvinnu við Útlendingastofnun.
Nýi samningurinn gildir til ársloka 2026.
Rauði krossinn hefur um árabil veitt flóttafólki ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga en árið 2024 var gerður samningur við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um þjónustuna. Sá samningur var til hálfs árs.
Í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.

Grindvíkingar í fókus: Nýtt stuðningsverkefni
Innanlandsstarf 01. október 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ýtt úr vör nýju verkefni og býður Grindvíkingum á fjölda námskeiða, vinnustofa og viðburða, endurgjaldslaust. Verkefnið er unnið í samstarfi við KVAN, í samráði við Grindavíkurbæ og með stuðningi Rio Tinto.