Innanlandsstarf
Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
01. september 2025
Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.
Rauði krossinn á Íslandi og dómsmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um áframhaldandi ráðgjafarþjónustu félagsins við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga. Þjónustan er veitt á grundvelli 45. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, þar sem fjallað er um réttindi fjölskyldna til sameiningar, og í samvinnu við Útlendingastofnun.
Nýi samningurinn gildir til ársloka 2026.
Rauði krossinn hefur um árabil veitt flóttafólki ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga en árið 2024 var gerður samningur við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um þjónustuna. Sá samningur var til hálfs árs.
Í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“