Fara á efnissvæði

Innanlandsstarf

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga

01. september 2025

Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.  

Í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga.

Rauði krossinn á Íslandi og dómsmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um áframhaldandi ráðgjafarþjónustu félagsins við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga. Þjónustan er veitt á grundvelli 45. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, þar sem fjallað er um réttindi fjölskyldna til sameiningar, og í samvinnu við Útlendingastofnun.

Nýi samningurinn gildir til ársloka 2026.

Rauði krossinn hefur um árabil veitt flóttafólki ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga en árið 2024 var gerður samningur við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um þjónustuna. Sá samningur var til hálfs árs.

Í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga.