Innanlandsstarf
Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
01. september 2025
Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.

Rauði krossinn á Íslandi og dómsmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um áframhaldandi ráðgjafarþjónustu félagsins við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga. Þjónustan er veitt á grundvelli 45. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, þar sem fjallað er um réttindi fjölskyldna til sameiningar, og í samvinnu við Útlendingastofnun.
Nýi samningurinn gildir til ársloka 2026.
Rauði krossinn hefur um árabil veitt flóttafólki ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga en árið 2024 var gerður samningur við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um þjónustuna. Sá samningur var til hálfs árs.
Í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ungu fólki úr Grindavík boðið á námskeið
Innanlandsstarf 01. september 2025Ungu fólki úr Grindavík á aldrinum 16-25 ára býðst í haust og vetur að sækja ókeypis námskeið sem hluta af verkefninu Viðnámsþróttur Suðurnesja. Markmiðið er að efla seiglu og sjálfstraust og veita hagnýt verkfæri sem nýtast í daglegu lífi til framtíðar.

Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.