Innanlandsstarf
Stofnfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
07. maí 2024
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu og Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi boða til stofnfundar nýrrar sameinaðrar deildar.

Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu og Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi boða til stofnfundar nýrrar sameinaðrar deildar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 22. maí 2024 kl.17:30 í Efstaleiti 9, 103 Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
- Fræðsluerindi-Bjargráð
- Kosning á nafni deildar
- Kosning formanns og stjórnar
- Önnur mál
Allir félagsmenn velkomnir!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum
Alþjóðastarf 18. september 2025„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.