Innanlandsstarf
Vetrarstarfið að komast á fullt skrið
25. ágúst 2019
Nú er starfsemi Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að komast á fullt eftir sumarfrí. Helstu verkefnin í vetur verða: félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, námsaðstoð, heimsóknavinir, föt sem framlag, Tækifæri, Karlar í skúrum og skyndihjálparnámskeið.
Helstu verkefnin eru:
Félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Deildin sér um félagsstarf fyrir hælisleitendur á öllu höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og skipuleggur í samvinnu við sjálfboðaliða og hælisleitendur margvíslega viðburði eins og opið hús, konumorgna, tungumálakennslu og heimsóknir.
Námsaðstoð er í boði einu sinni í viku á bókasafninu í Hafnarfirði og Garðabæ og í Hvaleyrarskóla. Sjálfboðaliðar aðstoða við námið. Stefnt er að fjölgun á tímum í námsaðstoð ef fleiri sjálfboðaliðar bjóða sig fram.
Heimsóknavinir
Félagsleg einangrun er algengari en marga grunar. Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja fólk á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og stofnanir með það markmið að rjúfa félagslega einangrun.
Föt sem framlag
Föt sem framlag prjónahópar eru vikulega í Hafnarfirði og einu sinni í mánuði í Garðabæ. Hópurinn prjónar peysur, húfur, vettlinga, teppi og fleira og gefur til þeirra sem á þurfa að halda í nærsamfélaginu.
Karlar í skúrum
Þar hafa karlar möguleika á að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða.
Tækifæri
Tækifæri er fyrir einstaklinga yngri en 30 ára sem af einhverjum ástæðum eru ekki á vinnumarkaði eða í námi. Verkefnið byggir á að hver einstaklingur setji sér markmið og leitist við að ná þeim. Verkefnið er ætlað að auka sjálfstraust og valdefla þátttakendur og koma í veg fyrir félagslega einangrun.
Hjá deildinni eru einnig haldin ýmis námskeið, svo sem skyndihjálparnámskeið, börn og umhverfi, námskeið í sálrænum stuðningi og fleira. Upplýsingar um námskeiðin má finna inn á skyndihjalp.is
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Starf Rauða krossins er borið uppi af sjálfboðaliðum. Við erum alltaf að leita að fleirum til að taka þátt í verkefnunum okkar.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að leggja okkur lið. Sendu okkur tölvupóst: hafnarfjordur@redcross.is eða hringdu í síma: 570 4220.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.