Innanlandsstarf
Vetrarstarfið að komast á fullt skrið
25. ágúst 2019
Nú er starfsemi Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að komast á fullt eftir sumarfrí. Helstu verkefnin í vetur verða: félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, námsaðstoð, heimsóknavinir, föt sem framlag, Tækifæri, Karlar í skúrum og skyndihjálparnámskeið.
Helstu verkefnin eru:
Félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Deildin sér um félagsstarf fyrir hælisleitendur á öllu höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og skipuleggur í samvinnu við sjálfboðaliða og hælisleitendur margvíslega viðburði eins og opið hús, konumorgna, tungumálakennslu og heimsóknir.
Námsaðstoð er í boði einu sinni í viku á bókasafninu í Hafnarfirði og Garðabæ og í Hvaleyrarskóla. Sjálfboðaliðar aðstoða við námið. Stefnt er að fjölgun á tímum í námsaðstoð ef fleiri sjálfboðaliðar bjóða sig fram.
Heimsóknavinir
Félagsleg einangrun er algengari en marga grunar. Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja fólk á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og stofnanir með það markmið að rjúfa félagslega einangrun.
Föt sem framlag
Föt sem framlag prjónahópar eru vikulega í Hafnarfirði og einu sinni í mánuði í Garðabæ. Hópurinn prjónar peysur, húfur, vettlinga, teppi og fleira og gefur til þeirra sem á þurfa að halda í nærsamfélaginu.
Karlar í skúrum
Þar hafa karlar möguleika á að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða.
Tækifæri
Tækifæri er fyrir einstaklinga yngri en 30 ára sem af einhverjum ástæðum eru ekki á vinnumarkaði eða í námi. Verkefnið byggir á að hver einstaklingur setji sér markmið og leitist við að ná þeim. Verkefnið er ætlað að auka sjálfstraust og valdefla þátttakendur og koma í veg fyrir félagslega einangrun.
Hjá deildinni eru einnig haldin ýmis námskeið, svo sem skyndihjálparnámskeið, börn og umhverfi, námskeið í sálrænum stuðningi og fleira. Upplýsingar um námskeiðin má finna inn á skyndihjalp.is
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Starf Rauða krossins er borið uppi af sjálfboðaliðum. Við erum alltaf að leita að fleirum til að taka þátt í verkefnunum okkar.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að leggja okkur lið. Sendu okkur tölvupóst: hafnarfjordur@redcross.is eða hringdu í síma: 570 4220.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.