Fjöldahjálp
Fjöldahjálparstöðvar er hægt að opna og starfsrækja með skömmum fyrirvara til að bjóða þolendum náttúruhamfara og annarra alvarlegra atburða öruggt skjól. Þar er þeim séð fyrir helstu grunnþörfum svo sem mat, fatnaði og húsaskjóli. Einnig er gert ráð fyrir að í boði sé ýmis frekari þjónusta svo sem skyndihjálp, sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingar.
Mörg hundruð sjálfboðaliða Rauða krossins eru þjálfuð í að starfrækja fjöldahjálparstöðvar og sækja námskeið reglulega til að viðhalda þekkingunni.
Fjöldahjálparstöðvar eru í flestum tilfellum staðsettar í skólum en einnig má gera ráð fyrir að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar í félagsheimilum, samkomuhúsum, hótelum eða íþróttahúsum. Allt fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni.
Algengar spurningar og svör um rýmingar og fjöldahjálparstöðvar
Ef þú ætlar í fjöldahjálparstöð þá fer fram skráning þar. Ef þú ætlar að dvelja annarsstaðar á meðan á rýmingu stendur, skaltu tilkynna þig og aðra sem þú ert að rýma með til 1717.
Nei. Skrá þarf alla sem eru að rýma, bæði börn og fullorðna.
Já. Allir sem hafa búsetu eða dvelja á rýmingasvæði þurfa að láta vita hvar þeir muni dvelja meðan á rýmingu stendur.
Já. Hægt er að hringja í 1717 og upplýsa um dvalarstað.
Já. Það þarf að skrá alla sem eru að rýma svæðið.
Já það má. Mikilvægt er að hafa búr meðferðis.
Tilkynnið að þörf sé á aðstoð við að komast út af svæðinu til næstu lögreglustöðvar.
Nei, ekki á meðan það er utan rýmingasvæðis og símanúmer hafi fylgt með skráningu í upphafi.
Nei, það þarf ekki að tilkynna ef búið er að aflétta rýmingum.
Hafa þarf samband við lögreglu til að fá leyfi til að nálgast nauðsynjar.
Í tilkynningum frá lögreglu og almannavarnadeild eru gefin upp þau heimilisföng sem eru á rýmingarsvæði. Ef þitt er ekki þar á meðal þá þarf ekki að rýma. Ekki er hægt að tryggja að sms berist eingöngu á ákveðnar götur og eru send til upplýsingar til íbúa um rýmingar.
Ekki er hægt að tryggja að SMS berist til allra svo fylgið fyrirmælum/tilkynningum sem koma frá lögreglu og almannavörnum.
Í fjöldahjálparstöðvum eru þjálfaðir sjálfboðaliðar að störfum. Þau sem hafa áhuga á að leggja okkur lið í framtíðarverkefnum geta skráð sig sem sjálfboðaliðar hér og þá verður ef til vill haft samband síðar: https://www.raudikrossinn.is/sjalfbodastorf/umsokn-um-sjalfbodastarf/
Við erum mjög þakklát fyrir hve margir vilja hjálpa og koma með ýmsa muni í fjöldahjálparstöðvarnar, en almennt er ekki þörf fyrir neitt aukalega í fjöldahjálparstöðvarnar.
Ef þú vilt styðja við aðgerðir Rauða krossins er best að gera það með því að skrá sig sem Mannvinur hér: https://www.raudikrossinn.is/styrkja/mannvinir/
Viltu verða sjálfboðaliði í fjöldahjálp?
Við leitum að sjálfboðaliðum 23 ára og eldri sem vilja vera til staðar og bregðast við með skömmum fyrirvara þegar alvarleg atvik koma upp.
