Vinsæl leitarorð
Niðurstöður
Hólmfríður sendifulltrúi Rauða krossins að störfum í Sýrlandi
Rauði krossinn á Íslandi hefur sent Hólmfríði Garðarsdóttur sendifulltrúa til Sýrlands til þess að sinna hjálparstarfi í Al Hol flóttamannabúðunum í norðaustur-Sýrlandi.
Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku - margt smátt gerir eitt stórt
Núna er rétt um mánuður liðinn síðan flóðin skullu á í sunnanverðri Afríku. Starfsfólk Rauða krossins á svæðinu er nú loks farið að sjá árangur af vinnu undanfarna sólarhringa. \r\nÞú getur stutt starfið með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS skilaboðin HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 - 12, kt. 530269-2649.
Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.
Evrópa bjóði fólk velkomið í kjölfar áður óþekktrar samstöðu
Rauði krossinn kallar eftir því að dreginn verði jákvæður lærdómur á samstöðu og viðbrögðum við komu flóttafólks frá Úkraínu.
Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku enn í gangi
Alvarlegt ástand ríkir enn í sunnanverði Afríku eftir að fellibylurinn Idai skall á svæðið fyrir rúmum fjórum vikum. Flóðin sem fylgdu fellibylnum ollu gríðarlegum skaða í Mósambík, Malaví og Simbabwe en af þessum þremur ríkjum er ástandið hvað verst í Mósambik, en þar breiðist smitsjúkdómurinn kólera hratt út.
Rauði krossinn styður við verkefni alþjóða Rauða krossins við Miðjarðarhaf
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja mannúðar- og lífsbjargandi verkefni alþjóða Rauða krossins fyrir flóttamenn á landi og sjó við Miðjarðarhaf með fjárframlagi og mannafla. Ocean Viking bjargaði alls 314 konum, körlum og börnum í yfirstandandi leiðangri og er nú í höfn í Augusta á Sikiley. Þar komst fólkið loks í land í dag, sumir eftir tíu daga um borð í skipinu.
Söfnuðu til styrktar Rauða krossinum
Afhentu Eyjafjarðardeild Rauða krossins söfnunarféð
Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Ný vefsíða lítur dagsins ljós
Ný vefsíða Rauða krossins leit dagsins ljós um miðjan janúar og er hún stór liður í stafrænni vegferð félagsins, þar verður lögð áhersla á Mínar síður þar sem fólk mun geta séð allar helstu upplýsingar um sig, námsskeiðskráningar, skírteini og fleira.
Söfnuðu pening í Vestmannaeyjum
Hópur barna kom færandi hendi