Fara á efnissvæði

Vinsæl leitarorð

Niðurstöður

31

Vinsæl fræðsla um börn á flótta og áhrif áfalla

Markmið fræðslunnar var að stuðla að betri skilningi á lífi barna á flótta og kanna hvað kennarar geta gert til þess að styðja við nám og vellíðan þeirra.

32

Tulipop gefur skólasett fyrir börn flóttafólks

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop gaf Rauða krossinum 25 skólasett fyrir börn flóttafólks á Íslandi. 

33

Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn

Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

34

Börn söfnuðu 130 þúsund krónum fyrir flóttafólk

Á undanförnum mánuðum tókst fjórum framtakssömum krökkum að safna heilum 130 þúsund krónum sem þau gáfu Rauða krossinum til að styrkja flóttafólk sem er að flýja átökin í Úkraínu.

35

Brimborg styrkir starf Rauða krossins fyrir flóttafólk

Bimborg hefur ákveðið að veita starfi Rauða krossins fyrir flóttafólk styrk sem nemur 6 milljónum króna, en styrknum er ætlað að styðja við flóttafólk og markmið Brimborgar um að tryggja fólki öruggan stað.

36

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta

Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

37

Sjálfboðaliðar Rauða krossins kallaðir út vegna flugslyssins í Fljótshlíð

 \r\nViðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð.

38

Coca-Cola og Rauði krossinn hjálpa flóttafólki að aðlagast íslensku samfélagi

Coca-Cola Europacific Partners(CCEP) á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um nýtt verkefni sem kallast „Lyklar að íslensku samfélagi – The Keys to Society“ og miðar að því að styðja og valdefla þau sem sótt hafa um alþjóðlega vernd og einnig þau sem hafa fengið hér vernd.

39

Kynntu geðheilbrigðisstarf og sálrænan stuðning við flóttafólk

Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Sóley Ómarsdóttir kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.

40

Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta 

Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.