Almennar fréttir
46 ár liðin frá Vestmannaeyjagosinu
23. janúar 2019
Gosið árið 1973 markar upphaf neyðarvarnarstarfs Rauða krossins á Íslandi.
Í dag eru 46 ár liðin frá því að Vestmannaeyjargosið herjaði á byggð Eyjamanna. Gosið árið 1973 markar upphaf neyðarvarnarstarfs Rauða krossins á Íslandi. Fjöldahjálparstöð var sett upp í landi til að taka á móti þeim Vestmannaeyingum sem flúið höfðu eyjuna vegna gossins. Kallaður var út fjöldi sjálfboðaliða Rauða krossins, fyrst og fremst úr kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sem aðstoðuð við móttöku á Eyjamönnum. Talið er að yfir 200 sjálfboðaliðar hafi tekið þátt í aðgerðum Rauða krossins þessa nótt. Aðgerðir voru skipulagðar í höfuðstöðvum Rauða krossins þar sem undirbúningsvinna fór fram áður en Eyjamenn komu til Reykjavíkur. Ákveðið var að móttökumiðstöð skyldi sett upp í Árbæjarskóla þar sem tekið var á móti Eyjamönnum sem á aðstoð þurftu að halda talið er að um 6000 manns hafi skráð sig í þessa móttökustöð þennan fyrsta sólarhring. Aðrir skólar voru einnig rýmdir til að taka á móti þessum mikla fjölda Eyjamanna.
Þessar aðgerðir marka upphafið að öflugu neyðarvarnarstarfi Rauða krossins á Íslandi. Nú til dags er algengt að neyðarvarnarteymi Rauða krossins taki til starfa þegar stór slys eða náttúruhamfarir eigi sér stað og er kveðið á um þetta hlutverk Rauða krossins í lögum um almannavarnir. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins bjóða þá fram aðstoð sína, veita áfallahjálp og aðra nauðsynlega þjónustu í sérstökum fjöldahjálparstöðvum sem settar eru upp. Nýjasta dæmið um slík viðbrögð eru vel heppnaðar aðgerðir Rauða krossins vegna rútuslyss sem varð á Kjalarnesi um síðustu helgi.
Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins hér og styrkja starf hreyfingarinnar með mánaðarlegum fjárframlögum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“