Almennar fréttir
Alþjóðlega Frímúrararegla karla og kvenna (LE DROIT HUMAIN) styrkir börnin í Jemen
19. desember 2018
Framlag þeirra gefur 517 börnum mat í heilan mánuð
Í vikunni barst neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hungursneyðar í Jemen veglegur styrkur frá Alþjóðlegu Frímúrarareglu karla og kvenna (LE DROIT HUMAIN). Upphæðin nam 500 þúsund sem dugar til að gefa 517 börnum í Jemen mat í heilan mánuð.
Talið er að um tvær milljónir Jemena séu á vergangi og þurfa bráðnauðsynlega á aðstoð halda. Margir leita skjóls hjá kunningjum eða ættingjum en aðrir hafa reist sér skýli sem einfalt þak yfir höfuðið. Ljóst er að gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni og nauðsynjavörum. Um 2,9 milljónir Jemena hafa nú þegar yfirgefið heimili sín og eru á flótta vegna átakanna í landinu. Milljónir íbúa Jemen fá eina máltíð á dag og vita ekki hvaðan eða hvenær næsta máltíð kemur.
Hægt er að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
Rauði krossinn á Íslandi þakkar kærlega fyrir þetta framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.