Almennar fréttir
Alþjóðlega Frímúrararegla karla og kvenna (LE DROIT HUMAIN) styrkir börnin í Jemen
19. desember 2018
Framlag þeirra gefur 517 börnum mat í heilan mánuð
Í vikunni barst neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hungursneyðar í Jemen veglegur styrkur frá Alþjóðlegu Frímúrarareglu karla og kvenna (LE DROIT HUMAIN). Upphæðin nam 500 þúsund sem dugar til að gefa 517 börnum í Jemen mat í heilan mánuð.
Talið er að um tvær milljónir Jemena séu á vergangi og þurfa bráðnauðsynlega á aðstoð halda. Margir leita skjóls hjá kunningjum eða ættingjum en aðrir hafa reist sér skýli sem einfalt þak yfir höfuðið. Ljóst er að gríðarlegur skortur er á mat, hreinu vatni og nauðsynjavörum. Um 2,9 milljónir Jemena hafa nú þegar yfirgefið heimili sín og eru á flótta vegna átakanna í landinu. Milljónir íbúa Jemen fá eina máltíð á dag og vita ekki hvaðan eða hvenær næsta máltíð kemur.
Hægt er að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
Rauði krossinn á Íslandi þakkar kærlega fyrir þetta framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.