Almennar fréttir
Bílstjóri óskast í sumarvinnu
03. maí 2019
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar bílstjóra með aukin eða eldri ökuréttindi til að vinna með okkur í Fataflokkun Rauða krossins.
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar bílstjóra með aukin eða eldri ökuréttindi til að vinna með okkur í Fataflokkun Rauða krossins. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Mikill kostur er ef viðkomandi gæti byrjað fljótlega og unnið fram í miðjan ágúst. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga.
Helstu verkefni
- Akstur fyrir fataverkefnið
- Önnur tilfallandi verkefni í fataflokkun
Hæfniskröfur
- Aukin eða eldri ökuréttindi
- Stundvísi
- Liðsmaður í fjölbreyttu teymi
- Jákvætt viðmót og sveigjanleiki
Umsóknarfrestur er til og með 17. maí næstkomandi. Ferilskrá og umsókn skal senda á starf hjá redcross.is. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Þorkell Ingi Ingimarsson verkstjóri í Fataverkefninu, keli hjá redcross.is eða í síma 6908866.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.