Almennar fréttir
Bílstjóri óskast í sumarvinnu
03. maí 2019
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar bílstjóra með aukin eða eldri ökuréttindi til að vinna með okkur í Fataflokkun Rauða krossins.
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar bílstjóra með aukin eða eldri ökuréttindi til að vinna með okkur í Fataflokkun Rauða krossins. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Mikill kostur er ef viðkomandi gæti byrjað fljótlega og unnið fram í miðjan ágúst. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga.
Helstu verkefni
- Akstur fyrir fataverkefnið
- Önnur tilfallandi verkefni í fataflokkun
Hæfniskröfur
- Aukin eða eldri ökuréttindi
- Stundvísi
- Liðsmaður í fjölbreyttu teymi
- Jákvætt viðmót og sveigjanleiki
Umsóknarfrestur er til og með 17. maí næstkomandi. Ferilskrá og umsókn skal senda á starf hjá redcross.is. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Þorkell Ingi Ingimarsson verkstjóri í Fataverkefninu, keli hjá redcross.is eða í síma 6908866.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.