Almennar fréttir
Bókagjafir til skjólstæðinga Rauða krossins
13. desember 2018
Barnabókahöfundar gáfu flóttabörnum bækur og bókaforlagið Bjartur gaf gestum Vinjar tíu bækur
Í vikunni bárust skjólstæðingum Rauða krossins góðar bókagjafir í aðdraganda jólanna.
Barnabókahöfundar gáfu flóttabörnum barnabækur á fundi sínum í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Bókunum var pakkað inn og munu starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins sjá til þess að bækurnar komist í góðar hendur fyrir jólin.
Einnig gaf bókaforlagið Bjartur Rauða krossinum í Reykjavík tíu bækur sem gefnar verða gestum Vinjar. Bækurnar munu koma að góðum notum þar sem fjölmargir gestir nýta sér þjónustu Vinjar í kringum hátíðarnar.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þessi framlög.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“