Verkefnin hlutu styrki frá félagsmálaráðuneytinu nýverið
\r\nAlmennar fréttir
Félagsvinir eftir afplánun og Ung og öflug hlutu styrki
11. mars 2019
Á föstudaginn í síðustu viku hlutu tvö verkefni Rauða krossins styrki frá félagsmálaráðuneytinu. Verkefnið Félagsvinir eftir afplánun fékk 3,5 milljónir til að styðja styðja þátttakendur við endurkomu í samfélagið að lokinni afplánun. Einnig fékk verkefnið Ung og öflug 500 þúsund króna styrk til áframhaldandi starfa með ungu fólki.
Verkefnið Félagsvinir eftir afplánun hefur vakið mikla athygli að undanförnu enda mikil þörf á því að styðja við þennan hóp einstaklinga. Rauði krossinn hefur lagt mikla áherslu á að fá til sín einstaklinga sem hafa lokið afplánun og kynna fyrir þeim verkefnið og þá aðstoð sem í boði er. Vonir eru bundnar við að verkefnið festi sig í sessi fyrir þá einstaklinga sem þurfa á stuðninig að halda.
Hægt er að lesa meira um verkefnið hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
Innanlandsstarf 01. september 2025Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.