Verkefnin hlutu styrki frá félagsmálaráðuneytinu nýverið
\r\nAlmennar fréttir
Félagsvinir eftir afplánun og Ung og öflug hlutu styrki
11. mars 2019
Á föstudaginn í síðustu viku hlutu tvö verkefni Rauða krossins styrki frá félagsmálaráðuneytinu. Verkefnið Félagsvinir eftir afplánun fékk 3,5 milljónir til að styðja styðja þátttakendur við endurkomu í samfélagið að lokinni afplánun. Einnig fékk verkefnið Ung og öflug 500 þúsund króna styrk til áframhaldandi starfa með ungu fólki.
Verkefnið Félagsvinir eftir afplánun hefur vakið mikla athygli að undanförnu enda mikil þörf á því að styðja við þennan hóp einstaklinga. Rauði krossinn hefur lagt mikla áherslu á að fá til sín einstaklinga sem hafa lokið afplánun og kynna fyrir þeim verkefnið og þá aðstoð sem í boði er. Vonir eru bundnar við að verkefnið festi sig í sessi fyrir þá einstaklinga sem þurfa á stuðninig að halda.
Hægt er að lesa meira um verkefnið hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“