Almennar fréttir
Fjölbreytt vinaverkefni Rauða krossins
06. febrúar 2019
Rauði krossinn vill vekja athygli á því að hægt er að sækja um heimsóknarvin, símavin eða hundavin í einum af fjölmörgum vinaverkefnum félagsins.
Rauði krossinn vill vekja athygli á því að hægt er að sækja um heimsóknarvin, símavin eða hundavin í einum af fjölmörgum vinaverkefnum félagsins.
Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili.
Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna eins og kostur er. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Símavinir talast við í síma tvisvar í viku og spjalla í hálftíma í senn um daginn og veginn, í stað þess að heimsækja fólk á stofnanir eða inn á einkaheimili. Fundinn er fastur tími sem báðum aðilum hentar. Þar sem sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini hvar sem er á landinu.
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Hundar eru að heimsækja á nánast öllum dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og einnig mörgum dvalarheimilum á landsbyggðinni. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til fólks og oft mun betur en fólk getur. Í upphafi hundaheimsókna þá var nánast eingöngu verið að heimsækja á dvalarheimili og stofnanir en það hefur aukist töluvert að það sé verið að heimsækja með hund á einkaheimili. Það er fólk á öllum aldri sem nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.
Hægt er að lesa nánar um verkefnin og skrá sig á eftirfarandi hlekkjum og leiðbeiningarblöðum:
https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/heimsoknarvinir/hundavinir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.