Almennar fréttir
Fjölbreytt vinaverkefni Rauða krossins
06. febrúar 2019
Rauði krossinn vill vekja athygli á því að hægt er að sækja um heimsóknarvin, símavin eða hundavin í einum af fjölmörgum vinaverkefnum félagsins.
Rauði krossinn vill vekja athygli á því að hægt er að sækja um heimsóknarvin, símavin eða hundavin í einum af fjölmörgum vinaverkefnum félagsins.
Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili.
Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. verið spjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Beiðnir eru breytilegar, en reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna eins og kostur er. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvar heimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Símavinir talast við í síma tvisvar í viku og spjalla í hálftíma í senn um daginn og veginn, í stað þess að heimsækja fólk á stofnanir eða inn á einkaheimili. Fundinn er fastur tími sem báðum aðilum hentar. Þar sem sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini hvar sem er á landinu.
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Hundar eru að heimsækja á nánast öllum dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og einnig mörgum dvalarheimilum á landsbyggðinni. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til fólks og oft mun betur en fólk getur. Í upphafi hundaheimsókna þá var nánast eingöngu verið að heimsækja á dvalarheimili og stofnanir en það hefur aukist töluvert að það sé verið að heimsækja með hund á einkaheimili. Það er fólk á öllum aldri sem nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.
Hægt er að lesa nánar um verkefnin og skrá sig á eftirfarandi hlekkjum og leiðbeiningarblöðum:
https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/heimsoknarvinir/hundavinir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“