Almennar fréttir
Fjölmennir íbúafundir á Hvammstanga og Blönduósi
28. febrúar 2019
Fundirnir voru haldnir vegna móttöku sýrlenskra fjölskyldna í sveitarfélögunum
Nýlega fóru fram vel sóttir íbúafundir á Hvammstanga og Blönduósi. Fundirnir voru fyrsta skrefið í undirbúningi íbúa sveitarfélaganna fyrir móttöku flóttafólks en fyrr á árinu var tilkynnt að samþykkt hafi verið að taka á móti sýrlenskum fjölskyldum í þessum sveitarfélögum.
Á fundunum voru fulltrúar félagsmálaráðuneytis, Rauða krossins og sveitarfélaga, sem áður hafa tekið á móti flóttamönnum, með kynningar á verkefnunum sem framundan eru. Í kjölfarið spruttu upp uppbyggilegar og fjörlegar umræður og á Blönduósi var sérstaklega talað um góða reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks frá fyrrum Júgóslavíu. Tóku fulltrúar Rauða krossins undir þessi orð og stefnt er að því að hafa fljótlega annan fund um menningu og sögu Sýrlands fyrir íbúa sveitarfélaganna sem og væntanlega sjálfboðaliða.
Verkefnin sem eru framundan eru afar spennandi og fjölbreytt og hlakkar Rauði krossinn til áframhaldandi samstarfs vegna verkefnins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.