Almennar fréttir
Hjálparsíminn 1717 og Frú Ragnheiður hlutu styrki
08. apríl 2019
Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hlaut annan hæsta styrkinn að þessu sinni 6 milljónir og Hjálparsímin 1717 fékk 1.750.000 kr í styrk til fræðslu og forvarna.
Þann 26. mars úthlutaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styrkjum til frjálsra félagasamtaka sem vinna að margvíslegum heilbrigðismálum. Samkvæmt frétt ráðuneytisins sóttu fjörutíu og þrjú félagasamtök um styrk að þessu sinni en þrjátíu og tvö fengu úthlutun. Ánægjulegt er að segja frá því að meðal þeirra félagasamtaka er fékk hæstu styrkina var verkefni Rauða krossins á Íslandi fyrir verkefnið „Frú Ragnheiði – Skaðaminnkun“ og fékk úthlutað sex milljónir króna. Það var ekki eina verkefni Rauða krossins sem var styrkt að þessu sinni því Hjálparsímin 1717 fékk 1.750.000 kr í styrk til fræðslu og forvarna.
Hjálparsíminn 1717 og netspjall er opið allan sólarhringinn alla daga ársins og er gjaldfrjáls. Mjög mikilvægt að þeir sem þurfa að aðstoð að halda viti af Hjálparsímanum 1717 og Rauði krossinn leggur ávalt áherslu á að efla vitund almennings um starfsemina. Nánari upplýsingar um Hjálparsímann er að finna hér .
Skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins \"Frú Ragnheiður\" fagnar 10 ára afmæli á þessu ári. Á starfstíma \"Frú Ragnheiðar\" hefur mikill vöxtur einkennt starfsemina en á síðasta ári sóttu 400 skjólstæðingar þjónustu Frú Ragnheiðar. Upplýsingar um Frú Ragnheiði má finna hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.