Almennar fréttir
Hjálparsíminn 1717 og Frú Ragnheiður hlutu styrki
08. apríl 2019
Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hlaut annan hæsta styrkinn að þessu sinni 6 milljónir og Hjálparsímin 1717 fékk 1.750.000 kr í styrk til fræðslu og forvarna.
Þann 26. mars úthlutaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styrkjum til frjálsra félagasamtaka sem vinna að margvíslegum heilbrigðismálum. Samkvæmt frétt ráðuneytisins sóttu fjörutíu og þrjú félagasamtök um styrk að þessu sinni en þrjátíu og tvö fengu úthlutun. Ánægjulegt er að segja frá því að meðal þeirra félagasamtaka er fékk hæstu styrkina var verkefni Rauða krossins á Íslandi fyrir verkefnið „Frú Ragnheiði – Skaðaminnkun“ og fékk úthlutað sex milljónir króna. Það var ekki eina verkefni Rauða krossins sem var styrkt að þessu sinni því Hjálparsímin 1717 fékk 1.750.000 kr í styrk til fræðslu og forvarna.
Hjálparsíminn 1717 og netspjall er opið allan sólarhringinn alla daga ársins og er gjaldfrjáls. Mjög mikilvægt að þeir sem þurfa að aðstoð að halda viti af Hjálparsímanum 1717 og Rauði krossinn leggur ávalt áherslu á að efla vitund almennings um starfsemina. Nánari upplýsingar um Hjálparsímann er að finna hér .
Skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins \"Frú Ragnheiður\" fagnar 10 ára afmæli á þessu ári. Á starfstíma \"Frú Ragnheiðar\" hefur mikill vöxtur einkennt starfsemina en á síðasta ári sóttu 400 skjólstæðingar þjónustu Frú Ragnheiðar. Upplýsingar um Frú Ragnheiði má finna hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.