Almennar fréttir
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út
28. nóvember 2024
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.
Sísí hefur stimplað sig rækilega inn í hjörtu landsmanna með margvíslegri listsköpun sinni, en er kannski frægust fyrir útsaumsverk sín þar sem hún biðst afsökunar á alls kyns hversdagslegum hlutum og uppákomum á gamansaman hátt. Verkin hafa slegið í gegn, enda nær Sísí að fanga þjóðarsálina í þeim á einstakan og skemmtilegan hátt. Miðarnir í ár eru byggðir á þessu skemmtilega þema.
Við vonum að þú njótir miðanna og að þeir hjálpi þér að gera pakkana þína fallegri og hátíðlegri. Við hvetjum þig til að nota miðana, óháð því hvort þú sérð þér fært að greiða fyrir þá til að styrkja starf Rauða krossins.
Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:
- Leggur inn á reikning 0342-26-272, kt. 530269-2649
- Sendir SMS-ið JOL í númerið 1900 og styrkir um 3.300 kr. (Síminn og Nova)
- Greiðir í gegnum Aur (1235704000)
- Greiðir valgreiðslukröfu í heimabankanum þínum
- Greiðir í gegnum vefverslun okkar hér
Með því að greiða fyrir jólaheftið styður þú innanlandsstarf Rauða krossins, en verkefnin styðja meðal annars vel við þá sem upplifa einmannaleika, sorg og áhyggjur yfir hátíðina.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.