Almennar fréttir
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út
28. nóvember 2024
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.
Sísí hefur stimplað sig rækilega inn í hjörtu landsmanna með margvíslegri listsköpun sinni, en er kannski frægust fyrir útsaumsverk sín þar sem hún biðst afsökunar á alls kyns hversdagslegum hlutum og uppákomum á gamansaman hátt. Verkin hafa slegið í gegn, enda nær Sísí að fanga þjóðarsálina í þeim á einstakan og skemmtilegan hátt. Miðarnir í ár eru byggðir á þessu skemmtilega þema.
Við vonum að þú njótir miðanna og að þeir hjálpi þér að gera pakkana þína fallegri og hátíðlegri. Við hvetjum þig til að nota miðana, óháð því hvort þú sérð þér fært að greiða fyrir þá til að styrkja starf Rauða krossins.
Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:
- Leggur inn á reikning 0342-26-272, kt. 530269-2649
- Sendir SMS-ið JOL í númerið 1900 og styrkir um 3.300 kr. (Síminn og Nova)
- Greiðir í gegnum Aur (1235704000)
- Greiðir valgreiðslukröfu í heimabankanum þínum
- Greiðir í gegnum vefverslun okkar hér
Með því að greiða fyrir jólaheftið styður þú innanlandsstarf Rauða krossins, en verkefnin styðja meðal annars vel við þá sem upplifa einmannaleika, sorg og áhyggjur yfir hátíðina.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.

„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“
Innanlandsstarf 05. ágúst 2025Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.