Almennar fréttir
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
24. janúar 2025
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar hefur í áratugi verið ötull bakhjarl Rauða krossins og lagt sitt af mörkum til fjölbreyttra verkefna með vinnu sinni og handverki. Með þessum styrk er enn á ný staðfestur stuðningur deildarinnar við mikilvæg verkefni sem miða að því að bæta lífsskilyrði þeirra sem á hjálp þurfa að halda.
Frú Ragnheiður, sem rekin er á vegum Rauða krossins, er eitt af lykilverkefnum félagsins í skaðaminnkun. Verkefnið sinnir viðkvæmum hópum í samfélaginu með heilsufarslegum og félagslegum úrræðum. Styrkurinn mun því nýtast vel í áframhaldandi þjónustu og stuðningi við þá sem þurfa mest á því að halda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.