Almennar fréttir
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
24. janúar 2025
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar hefur í áratugi verið ötull bakhjarl Rauða krossins og lagt sitt af mörkum til fjölbreyttra verkefna með vinnu sinni og handverki. Með þessum styrk er enn á ný staðfestur stuðningur deildarinnar við mikilvæg verkefni sem miða að því að bæta lífsskilyrði þeirra sem á hjálp þurfa að halda.
Frú Ragnheiður, sem rekin er á vegum Rauða krossins, er eitt af lykilverkefnum félagsins í skaðaminnkun. Verkefnið sinnir viðkvæmum hópum í samfélaginu með heilsufarslegum og félagslegum úrræðum. Styrkurinn mun því nýtast vel í áframhaldandi þjónustu og stuðningi við þá sem þurfa mest á því að halda.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.