Almennar fréttir
Landsvirkjun og Arion styrkja jólaaðstoð Rauða krossins
21. desember 2018
Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka.
Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka. Bæði framlögin voru 1 milljón króna og munu koma að góðum notum við jólaaðstoð Rauða krossins þetta árið.
Rauði krossinn áÍslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoðfyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmiðjólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að haldagleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum,matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þessi framlög.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.