Almennar fréttir
Laust starf vaktstjóra símavers
31. janúar 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir vaktstjóra símavers félagsins
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja félagið. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnar eru 4 vaktir í viku. Vinnutíminn er frá kl. 15:00-21.00, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Helstu verkþættir:
- Verkefnastjórn í símaveri í samráði við verkefnastjóra
- Móttaka og þjálfun starfsmanna símavers
- Skipulagning vakta starfsmanna símavers
- Ábyrgð á skráningu upplýsinga og gagnaöflun
Hæfniskröfur:
- Áhugi á starfi Rauða krossins
- Leiðtogahæfni, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Skipulagshæfileikar og geta til að geta unnið sjálfstætt
- Reynsla af verkefnastjórnun og sambærilegu starfi er kostur
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjáraflana, johannagud@redcross.is. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is fyrir 14. febrúar nk.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.