Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra í fjáröflun Rauða krossins
31. janúar 2019
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun.
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun. Markaðsmál og kynning á verkefnum Rauða krossins eru einnig hluti af starfinu. Starfið heyrir undir fjáröflunar- og kynningarsvið Rauða krossins á Íslandi. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er frá kl.10-18 mánudag til fimmtudags.
Ert þú þessi drífandi og hugmyndaríki einstaklingur sem sér tækifæri í hverju horni?
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og sveigjanleiki eru skilyrði
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Góð tölvufærni
Helstu verkþættir:
- Fjáröflun
- Umsjón úthringivers
- Markaðs- og kynningarmál
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is fyrir 14. febrúar 2019. Upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir verkefnastjóri í fjáröflun, johannagud@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.