Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra í fjáröflun Rauða krossins
31. janúar 2019
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun.
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun. Markaðsmál og kynning á verkefnum Rauða krossins eru einnig hluti af starfinu. Starfið heyrir undir fjáröflunar- og kynningarsvið Rauða krossins á Íslandi. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er frá kl.10-18 mánudag til fimmtudags.
Ert þú þessi drífandi og hugmyndaríki einstaklingur sem sér tækifæri í hverju horni?
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og sveigjanleiki eru skilyrði
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Góð tölvufærni
Helstu verkþættir:
- Fjáröflun
- Umsjón úthringivers
- Markaðs- og kynningarmál
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is fyrir 14. febrúar 2019. Upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir verkefnastjóri í fjáröflun, johannagud@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.