Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra í fjáröflun Rauða krossins
31. janúar 2019
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun.
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun. Markaðsmál og kynning á verkefnum Rauða krossins eru einnig hluti af starfinu. Starfið heyrir undir fjáröflunar- og kynningarsvið Rauða krossins á Íslandi. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er frá kl.10-18 mánudag til fimmtudags.
Ert þú þessi drífandi og hugmyndaríki einstaklingur sem sér tækifæri í hverju horni?
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og sveigjanleiki eru skilyrði
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Góð tölvufærni
Helstu verkþættir:
- Fjáröflun
- Umsjón úthringivers
- Markaðs- og kynningarmál
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is fyrir 14. febrúar 2019. Upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir verkefnastjóri í fjáröflun, johannagud@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.