Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra í fjáröflun Rauða krossins
31. janúar 2019
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun.
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun. Markaðsmál og kynning á verkefnum Rauða krossins eru einnig hluti af starfinu. Starfið heyrir undir fjáröflunar- og kynningarsvið Rauða krossins á Íslandi. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er frá kl.10-18 mánudag til fimmtudags.
Ert þú þessi drífandi og hugmyndaríki einstaklingur sem sér tækifæri í hverju horni?
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og sveigjanleiki eru skilyrði
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Góð tölvufærni
Helstu verkþættir:
- Fjáröflun
- Umsjón úthringivers
- Markaðs- og kynningarmál
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is fyrir 14. febrúar 2019. Upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir verkefnastjóri í fjáröflun, johannagud@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.