Almennar fréttir
Rauði krossinn er viðbragðsfélag
30. apríl 2019
Viðbragðsaðilar á Vesturlandi héldu hópslysaæfingu á laugardaginn þar sem æft var viðbragðsáætlun vegna hópslysa á Vesturlandi. Fulltrúar frá öllum viðbragðsaðilum tóku þátt, þar á meðal frá Rauða krossinum. Um páskana var Rauði krossinn einnig í viðbragðsstöðu, en nokkrir húsbrunar urðu víðsvegar um landið og tók Rauði krossinn þátt í því að koma fólki til aðstoðar.
Viðbragðsaðilar á Vesturlandi héldu hópslysaæfingu á laugardaginn þar sem æft var viðbragðsáætlun vegna hópslysa á Vesturlandi. Fulltrúar frá öllum viðbragðsaðilum tóku þátt, þar á meðal frá Rauða krossinum. Um páskana var Rauði krossinn einnig í viðbragðsstöðu, en nokkrir húsbrunar urðu víðsvegar um landið og tók Rauði krossinn þátt í því að koma fólki til aðstoðar.
Viðbragðsaðilar skipuleggja
Hópslysaæfing
Rauði krossinn tók þátt í hópslysaæfingu á laugardaginn síðasta, þar sem bílslys rútu og tveggja fólksbíla var sett á svið. Aðgerðarstjórn almannavarna var virkjuð á lögreglustöðinni í Borgarnesi en þar á Rauði krossinn fulltrúa. Slysavettvangurinn var settur upp á Kaldármelum í Kolbeinsstaðahreppi og söfnunarsvæði fyrir aðstandendur var sett upp í félagsheimilinu Lindartungu. Söfnunarsvæðið var einkum mannað af heilbrigðisstarfsfólki frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum.
Neyðarútköll um páskana
Um páskana var nokkuð um húsbruna og þurftu tugir einstaklingar að yfirgefa heimili sín. Sjálfboðaliðar Rauða krossins komu til aðstoðar og veittu fólki mat, húsaskjól, teppi, föt, hreinlætisvörur, ráðgjöf og sálrænan stuðning.
Sjálfboðaliðar og Mannvinir Rauða krossins
Rauða krossinum er kleift að sinna útköllum með ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um allt land og fjárhagslegum stuðningi Mannvina Rauða krossins. Þeim erum við afar þakklát.
Skyndihjálp er besta forvörnin
Þá vill Rauði krossinn minna á mikilvægi þess að allir kunni skyndihjálp til að bregðast rétt við í neyðaraðstæðum. Við vitum aldrei hvenær við þurfum á slíkri þekkingu að halda og hún getur sannarlega bjargað mannslífum þegar á reynir. Hægt er að skoða yfirlit yfir námskeiðin okkar hér og auðvelt er að skrá sig.
Einnig er mikilvægt að vera vel útbúin skyndihjálparbúnaði á heimilum, í ökutækjum og sumarhúsum. Skyndihjálpartaska ásamt skyndihjálparkunnáttu getur bjargað mannslífum ef slysin gerast. Hægt er að versla skyndihjálpartösku Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.