Almennar fréttir
Rauði krossinn er viðbragðsfélag
30. apríl 2019
Viðbragðsaðilar á Vesturlandi héldu hópslysaæfingu á laugardaginn þar sem æft var viðbragðsáætlun vegna hópslysa á Vesturlandi. Fulltrúar frá öllum viðbragðsaðilum tóku þátt, þar á meðal frá Rauða krossinum. Um páskana var Rauði krossinn einnig í viðbragðsstöðu, en nokkrir húsbrunar urðu víðsvegar um landið og tók Rauði krossinn þátt í því að koma fólki til aðstoðar.
Viðbragðsaðilar á Vesturlandi héldu hópslysaæfingu á laugardaginn þar sem æft var viðbragðsáætlun vegna hópslysa á Vesturlandi. Fulltrúar frá öllum viðbragðsaðilum tóku þátt, þar á meðal frá Rauða krossinum. Um páskana var Rauði krossinn einnig í viðbragðsstöðu, en nokkrir húsbrunar urðu víðsvegar um landið og tók Rauði krossinn þátt í því að koma fólki til aðstoðar.
Viðbragðsaðilar skipuleggja
Hópslysaæfing
Rauði krossinn tók þátt í hópslysaæfingu á laugardaginn síðasta, þar sem bílslys rútu og tveggja fólksbíla var sett á svið. Aðgerðarstjórn almannavarna var virkjuð á lögreglustöðinni í Borgarnesi en þar á Rauði krossinn fulltrúa. Slysavettvangurinn var settur upp á Kaldármelum í Kolbeinsstaðahreppi og söfnunarsvæði fyrir aðstandendur var sett upp í félagsheimilinu Lindartungu. Söfnunarsvæðið var einkum mannað af heilbrigðisstarfsfólki frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum.
Neyðarútköll um páskana
Um páskana var nokkuð um húsbruna og þurftu tugir einstaklingar að yfirgefa heimili sín. Sjálfboðaliðar Rauða krossins komu til aðstoðar og veittu fólki mat, húsaskjól, teppi, föt, hreinlætisvörur, ráðgjöf og sálrænan stuðning.
Sjálfboðaliðar og Mannvinir Rauða krossins
Rauða krossinum er kleift að sinna útköllum með ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða um allt land og fjárhagslegum stuðningi Mannvina Rauða krossins. Þeim erum við afar þakklát.
Skyndihjálp er besta forvörnin
Þá vill Rauði krossinn minna á mikilvægi þess að allir kunni skyndihjálp til að bregðast rétt við í neyðaraðstæðum. Við vitum aldrei hvenær við þurfum á slíkri þekkingu að halda og hún getur sannarlega bjargað mannslífum þegar á reynir. Hægt er að skoða yfirlit yfir námskeiðin okkar hér og auðvelt er að skrá sig.
Einnig er mikilvægt að vera vel útbúin skyndihjálparbúnaði á heimilum, í ökutækjum og sumarhúsum. Skyndihjálpartaska ásamt skyndihjálparkunnáttu getur bjargað mannslífum ef slysin gerast. Hægt er að versla skyndihjálpartösku Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.