Almennar fréttir
Rauði krossinn í Fjarðabyggð tekinn til starfa
02. nóvember 2020
Nokkrar deildir Rauða krossins hafa nú sameinast og heitir nýstofnuð deild Rauði krossinn í Fjarðabyggð.
Rauði krossinn í Fjarðabyggð tók til starfa þann 29. október sl. en þá var fjarfundur haldinn og ný deild stofnuð.
Starfssvæði deildarinnar nær yfir það svæði sem áður tilheyrði Norðfjarðardeild, Eskifjarðardeild, Reyðarfjarðardeild, Fáskrúðsfjarðardeild og Breiðdalsdeild.
Guðrún Margrét Björnsdóttir er nýkjörinn deildarformaður.
Aðrir stjórnarmenn eru:
- Sigurlaug Sveinsdóttir, Norðfjörður
- Guðrún María Ísleifsdóttir, Reyðarfjörður
- Karl Þórður Indriðason, Breiðdalur
- Birkir Snær Guðjónsson, Fáskrúðsfjörður
Stjórn skiptir með sér verkum
Varamenn:
- Sigurjón Valmundsson, Eskifjörður
- Jóhann Þ. Þórðarson, Norðfjörður
- Guðmunda Erlendsdóttir, Reyðarfjörður
- Esther Brune, Fáskrúðsfirði
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.