Almennar fréttir
Rauði krossinn í Fjarðabyggð tekinn til starfa
02. nóvember 2020
Nokkrar deildir Rauða krossins hafa nú sameinast og heitir nýstofnuð deild Rauði krossinn í Fjarðabyggð.
Rauði krossinn í Fjarðabyggð tók til starfa þann 29. október sl. en þá var fjarfundur haldinn og ný deild stofnuð.
Starfssvæði deildarinnar nær yfir það svæði sem áður tilheyrði Norðfjarðardeild, Eskifjarðardeild, Reyðarfjarðardeild, Fáskrúðsfjarðardeild og Breiðdalsdeild.
Guðrún Margrét Björnsdóttir er nýkjörinn deildarformaður.
Aðrir stjórnarmenn eru:
- Sigurlaug Sveinsdóttir, Norðfjörður
- Guðrún María Ísleifsdóttir, Reyðarfjörður
- Karl Þórður Indriðason, Breiðdalur
- Birkir Snær Guðjónsson, Fáskrúðsfjörður
Stjórn skiptir með sér verkum
Varamenn:
- Sigurjón Valmundsson, Eskifjörður
- Jóhann Þ. Þórðarson, Norðfjörður
- Guðmunda Erlendsdóttir, Reyðarfjörður
- Esther Brune, Fáskrúðsfirði
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.