Almennar fréttir
Sendifulltrúar til Ghana
04. mars 2019
Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins sem heitir Brúun hins stafræna bils
Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka, og Árdís Björk Jónsdóttir, starfsmaður Sýnar, héldu til Ghana um liðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins Brúun hins stafræna bils sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans svo þau verði fær um að sinna hjálparstarfi sínu á skilvirkari og árangursríkari hátt. Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.