Almennar fréttir
Seyðisfjarðardeild sameinast Múlasýsludeild
02. nóvember 2020
Þann 1. nóvember sl. sameinaðist Seyðisfjarðardeild Múlasýsludeild
Í gær gekk Seyðisfjarðardeild inn í Múlasýsludeild, en það var formlega gengið frá því á fjarfundi vegna aðstæðna. Starfssvæði Múlasýsludeildar nær nú yfir Vopnafjarðarhrepp, Fljótsdalshrepp og stærstan hluta hins nýsameinaða sveitarfélags, Múlaþings, að Djúpavogi undanskildum.
Berglind Sveinsdóttir er formaður hinnar sameinuðu deildar.
Aðrir í stjórn eru:
Guðjón Sigurðsson, Seyðisfjörður
Jóhanna G Hafliðadóttir, Egilsstaðir
Sölvi Kristinn Jónsson, Vopnafirði
Sigríður Herdís Pálsdóttir, Egilsstaðir
Jóna Björg Sveinsdóttir, Borgarfjörður eystri
Stjórn skiptir með sér verkum.
Varamenn:
Helga Björg Eiríksdóttir, Borgarfirði eystri
Kristín María Björnsdóttir, Egilsstöðum
Bergljót Kemp Georgsdóttir, Egilsstöðum
Trausti Marteinsson Seyðisfjörður
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.