Almennar fréttir
Seyðisfjarðardeild sameinast Múlasýsludeild
02. nóvember 2020
Þann 1. nóvember sl. sameinaðist Seyðisfjarðardeild Múlasýsludeild
Í gær gekk Seyðisfjarðardeild inn í Múlasýsludeild, en það var formlega gengið frá því á fjarfundi vegna aðstæðna. Starfssvæði Múlasýsludeildar nær nú yfir Vopnafjarðarhrepp, Fljótsdalshrepp og stærstan hluta hins nýsameinaða sveitarfélags, Múlaþings, að Djúpavogi undanskildum.
Berglind Sveinsdóttir er formaður hinnar sameinuðu deildar.
Aðrir í stjórn eru:
Guðjón Sigurðsson, Seyðisfjörður
Jóhanna G Hafliðadóttir, Egilsstaðir
Sölvi Kristinn Jónsson, Vopnafirði
Sigríður Herdís Pálsdóttir, Egilsstaðir
Jóna Björg Sveinsdóttir, Borgarfjörður eystri
Stjórn skiptir með sér verkum.
Varamenn:
Helga Björg Eiríksdóttir, Borgarfirði eystri
Kristín María Björnsdóttir, Egilsstöðum
Bergljót Kemp Georgsdóttir, Egilsstöðum
Trausti Marteinsson Seyðisfjörður
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.