Almennar fréttir
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2019
10. maí 2019
Sjálfboðaliðaþing Rauða kross Íslands var haldið í annað sinn síðustu helgi og heppnaðist það virkilega vel að sögn skipuleggjenda.
Sjálfboðaliðaþing Rauða kross Íslands var haldið í annað sinn síðustu helgi og heppnaðist það virkilega vel að sögn skipuleggjenda. Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins er haldið annað hvert ár og er tilgangur þess að efla starfið og miðla reynslu, sem er liður í samhæfingu sem leiðir til markvissara starfs.
Settar voru á fót málstofur sem meðal annars fóru fram í fjöldahjálpartjöldum sem sett voru upp á bílaplani Rauða krossins. Þar var rætt um verkefni sem sjálfboðaliðar Rauða krossins taka þátt í, sem flestar deildir eru með í gangi. Rædd voru mál sem brenna á hverju sinni, ásamt því að skipst var á reynslu deilda í verkefnum sjálfboðaliðanna, t.d. um hvað hefur reynst vel og hvað megi betur fara.
Í lokin voru svo haldnir Ólympískir leikar Rauða krossins þar sem keppt var í hinum ýmsu greinum sem snúa að starfi félagsins, sem enduðu með veglegri verðlaunaafhendingu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.