Almennar fréttir
Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2019
10. maí 2019
Sjálfboðaliðaþing Rauða kross Íslands var haldið í annað sinn síðustu helgi og heppnaðist það virkilega vel að sögn skipuleggjenda.
Sjálfboðaliðaþing Rauða kross Íslands var haldið í annað sinn síðustu helgi og heppnaðist það virkilega vel að sögn skipuleggjenda. Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins er haldið annað hvert ár og er tilgangur þess að efla starfið og miðla reynslu, sem er liður í samhæfingu sem leiðir til markvissara starfs.
Settar voru á fót málstofur sem meðal annars fóru fram í fjöldahjálpartjöldum sem sett voru upp á bílaplani Rauða krossins. Þar var rætt um verkefni sem sjálfboðaliðar Rauða krossins taka þátt í, sem flestar deildir eru með í gangi. Rædd voru mál sem brenna á hverju sinni, ásamt því að skipst var á reynslu deilda í verkefnum sjálfboðaliðanna, t.d. um hvað hefur reynst vel og hvað megi betur fara.
Í lokin voru svo haldnir Ólympískir leikar Rauða krossins þar sem keppt var í hinum ýmsu greinum sem snúa að starfi félagsins, sem enduðu með veglegri verðlaunaafhendingu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.