Almennar fréttir
Söfnuðu dósum til að styrkja söfnun fyrir Grindvíkinga
13. desember 2023
Fjórir strákar úr skátafélaginu Skjöldungar söfnuðu dósum fyrir meira en 50 þúsund krónur til að styrkja Grindvíkinga.

Vinirnir Róbert Ómar Þorsteinsson, Einar Ottó Grettisson, Kjartan Pétur Hannesson og Mikael Theodór Jóhannsson úr skátafélaginu Skjöldungar gengu í hús og söfnuðu dósum af miklum dugnaði í Langholtshverfi undanfarnar vikur til að styðja söfnun Rauða krossins vegna jarðhræringanna við Grindavík.
Strákarnir vildu láta gott af sér leiða og þegar þeir sáu erfiðleikana sem íbúar Grindavíkur hafa þurft að ganga í gegnum undanfarið ákváðu þeir að styrkja söfnunina. Þeir komu svo á skrifstofu Rauða krossins í gær og afhentu afraksturinn af vinnu sinni, en þeir náðu að safna heilum 51.442 krónum.
Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.