Almennar fréttir
Söfnuðu dósum til að styrkja söfnun fyrir Grindvíkinga
13. desember 2023
Fjórir strákar úr skátafélaginu Skjöldungar söfnuðu dósum fyrir meira en 50 þúsund krónur til að styrkja Grindvíkinga.
Vinirnir Róbert Ómar Þorsteinsson, Einar Ottó Grettisson, Kjartan Pétur Hannesson og Mikael Theodór Jóhannsson úr skátafélaginu Skjöldungar gengu í hús og söfnuðu dósum af miklum dugnaði í Langholtshverfi undanfarnar vikur til að styðja söfnun Rauða krossins vegna jarðhræringanna við Grindavík.
Strákarnir vildu láta gott af sér leiða og þegar þeir sáu erfiðleikana sem íbúar Grindavíkur hafa þurft að ganga í gegnum undanfarið ákváðu þeir að styrkja söfnunina. Þeir komu svo á skrifstofu Rauða krossins í gær og afhentu afraksturinn af vinnu sinni, en þeir náðu að safna heilum 51.442 krónum.
Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.