Almennar fréttir
Söfnuðu dósum til að styrkja söfnun fyrir Grindvíkinga
13. desember 2023
Fjórir strákar úr skátafélaginu Skjöldungar söfnuðu dósum fyrir meira en 50 þúsund krónur til að styrkja Grindvíkinga.
Vinirnir Róbert Ómar Þorsteinsson, Einar Ottó Grettisson, Kjartan Pétur Hannesson og Mikael Theodór Jóhannsson úr skátafélaginu Skjöldungar gengu í hús og söfnuðu dósum af miklum dugnaði í Langholtshverfi undanfarnar vikur til að styðja söfnun Rauða krossins vegna jarðhræringanna við Grindavík.
Strákarnir vildu láta gott af sér leiða og þegar þeir sáu erfiðleikana sem íbúar Grindavíkur hafa þurft að ganga í gegnum undanfarið ákváðu þeir að styrkja söfnunina. Þeir komu svo á skrifstofu Rauða krossins í gær og afhentu afraksturinn af vinnu sinni, en þeir náðu að safna heilum 51.442 krónum.
Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.