Almennar fréttir
Starfsmenn Marel söfnuðu 37.7 milljónum fyrir Rauða krossinn með átakinu “Move the Globe”
17. nóvember 2021
Í byrjun september sl. hófst átakið “Move the Globe” hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Markmiðið var að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins með hreyfingu og líkamsrækt. Alls safnaðist 250.000 evrur, eða 37.7 milljónir íslenskra króna.
Þann 4. nóvember sl. heimsótti sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Enio Cordeiro, höfuðstöðvar Marel á Íslandi og við það tækifæri tók Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi formlega á móti söfnunarágóðanum fyrir hönd alþjóða Rauða krossins.
Í byrjun september sl. hófst átakið “Move the Globe” hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Markmiðið var að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins með hreyfingu og líkamsrækt þar sem hvert sem hvert göngu- og/eða hlaupaskref, sundtak, hjóla eða rúlluskautaferð taldist með í sérstöku “ferðalagi” hringinn í kringum hnöttinn. Hver hringur er samtals 40.075 km. Fyrir hvern hring sem starfsmenn kláruðu með hreyfingu gaf Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna, til verkefna Rauða krossins.
Starfsmenn hreyfðu sig í samtals fimm hringi í kringum hnöttinn og safnaðist því 250.000 evrur, eða 37.7 milljónir íslenskra króna.
Söfnunarátakið Move the Globe sameinaði þannig starfsmenn Marel í einu sameiginlegu markmiði sem stuðlar að vellíðan, virkni og hreyfingar en á sama tíma stuðlaði átakið að velferð annarra, þar sem allt fé sem Marel gefur, renna til verkefna Rauða krossins fyrir íbúa og fólk á flótta í norðurhluta Brasilíu, til að tryggja aðgang að hreinu drykkjarvatni sem og hreinlætisaðstöðu fyrir allt að sjö þúsund einstaklinga sem flúið hafa átök og óstöðugleika í Venesúela til norðurhluta Brasilíu.
Þann 4. nóvember sl. heimsótti sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Enio Cordeiro, höfuðstöðvar Marel á Íslandi og við það tækifæri tók Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi formlega á móti söfnunarágóðanum fyrir hönd alþjóða Rauða krossins.
Ánægjulegt er að segja frá því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marel gefur fjármuni til verkefna Rauða krossins. Í nóvember á síðasta ári tryggði Marel mataröryggi í Suður Súdan með rausnarlegu fjárframlagi að fjárhæð 1 milljón evra, eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna. Slíkur fjárstuðningur fyrirtækis við Rauða krossinn er hár í alþjóðlegum samanburði. Þá hefur Marel styrkt vatnsverkefni Rauða krossins í Malaví um 600 þúsund evrur, eða rúmlega 90 milljónir íslenskra króna og enn bætist í stuðning Marel við verkefni Rauða krossins.
Rauði krossinn vill nota tækifærið og þakka öllum starfsmönnum fyrir þetta frábæra frumkvæði Marel í átakinu “Move the Globe”.
Forsíðumyndin er af Kristínu S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi og Lindu Jónsdóttir fjármálastjóra Marel. Myndin í megintexta talið frá vinstri: Kristín S.Hjálmtýsdóttir framkvæmdarstjóri Rauða krossins á Íslandi, Enio Cordeiro, sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Kristján Davíðsson, ræðismaður Brasilíu á Íslandi og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri Marel.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“
Innanlandsstarf 05. ágúst 2025Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.