Almennar fréttir
Styrktu stöðu ungra stúlkna í Malaví
18. desember 2018
Í aðdraganda jólanna vill Rauði krossinn minna á að hægt er að láta gott af sér leiða yfir hátíðarnar með því að gefa gjafir til góðra verka. Á heimasíðu Rauða krossins er hægt að kaupa gjafabréf til styrkar starfi félagsins innanlands og erlendis.
Í aðdraganda jólanna vill Rauði krossinn minna á að hægt er að láta gott af sér leiða yfir hátíðarnar með því að gefa gjafir til góðra verka. Á heimasíðu Rauða krossins er hægt að kaupa gjafabréf til styrkar starfi félagsins innanlands og erlendis. Eins og undanfarin ár er hægt að gefa m.a. teppi, orkustangir og leikfangasett sem koma að góðum notum í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Íslandi.
Þessi jólin býður Rauði krossinn einnig upp á að styrkja starf félagsins í Malaví. Guðný Nielsen, verkefnastjóri á alþjóðasviði Rauða krossins, telur brýnt að aðstoða fólkið í Malaví og þá sérstaklega ungar stúlkur:
\"Fátæktin er mikil karlremba og stúlkur í Malaví fara ekki varhluta af því. Í þessu fátæka ríki í sunnanverðri Afríku hafa milljónir foreldra ekki efni á að greiða skólagjöld fyrir börn. Stúlkur bera, hefðum samkvæmt, ákveðna ábyrgð á heimilinu og þurfa t.d. oft að ganga klukkutímum saman í leit að vatni hvern einasta dag. Eins og gefur að skilja hafa þær því lítinn tíma til að sækja skóla. Þær stúlkur sem fá tækifæri til að læra mæta oft miklum hindrunum þegar þær fara á blæðingar, en skortur á dömubindum er nánast algjör á mörgum fátækum og afskekktum svæðum. Stór hluti þeirra treystir sér hreinlega ekki til þess að fara í skólann þegar þær eru á túr. Það þýðir náttúrulega að þær missa ca. viku úr skóla í hverjum mánuði. Tækifærin fyrir stúlkur eru af skornum skammti og oft er það talið þeirra eina hlutverk að verða eiginkonur og eignast börn. Yfir 40% stúlkna í Malaví eru giftar fyrir 18 afmælisdaginn og margar verða mæður mjög ungar.\"
Hægt er að kaupa fjölnota dömubindi, skólabúning, greiða skólagjöld og styrkja með þeim hætti skólagöngu ungra stúlkna og stráka í Malaví. Allar upplýsingar um gjafir til góðra verka er hægt að nálgast hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.