Almennar fréttir
Tombóla á Akureyri
02. júní 2022
Þetta unga fólk hélt tombólu á Akureyri til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn 64.063 krónur.
Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar.
Á myndinni eru þau: Rebekka Rós Vilhjálmsdóttir, Aþena Ósk Óskarsdóttir, Viktoría Mist Ingvadóttir, Kolbrún Júlía Fossdal, Sandra Mist Einarsdóttir, Halldís Alba Aðalsteinsdóttir, Lilja Dís Sigurðardóttir, Stefán Helgi Jakobsson, Svandís Bára Jakobsdóttir og Salka María Vilmundardóttir

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.