Almennar fréttir
Umgengni í kringum fatagáma Rauða krossins
13. maí 2019
Rauða krossins Rauði krossinn harmar slæma umgengi í kringum fatagáma Rauða krossins sem fjallað var um í fréttum nýlega, en tilgangur fatagáma Rauða krossins er að gera aðgengi að fataflokkun enn betri, en ekki að valda íbúum í kringum þá óþægindum. Vitað er af þessu vandamáli og mikilvægt er að bætt verði úr þessu sem allra fyrst.
Rauði krossinn harmar slæma umgengi í kringum fatagáma Rauða krossins sem fjallað var um í frétt nýlega, en tilgangur fatagáma Rauða krossins er að gera aðgengi að fataflokkun enn betri, en ekki að valda íbúum í kringum þá óþægindum. Vitað er af þessu vandamáli og mikilvægt er að bætt verði úr þessu sem allra fyrst.
Allir gámar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu eru tæmdir minnst einu sinni í viku svo aukalega þegar ábendingar um fulla gáma berast, en stundum er hreinlega erfitt að hafa undan öllu magninu sem berst.
Þá vill Rauði krossinn vinsamlegast benda fólki á að skilja föt ekki eftir fyrir utan eða ofan á gámunum ef þeir eru fullir, þar sem fötin geta fokið burt eða skemmst í íslenskri veðráttu. Ef gámur er fullur, er hægt að leita í næsta gám, en listi yfir fatagáma Rauða krossins um allt land má nálgast hér. Rauði krossinn hvetur líka fólk að loka vel fatapokunum áður en þeir eru settir í gáminn.
Það er líka vandamál eitt og sér, að það kemur fyrir að heimilissorpi sé hent í og við gáma Rauða krossins. Rauði krossinn hefur átt gott samtal við Reykjavíkurborg og Sorpu en í kringum þennan tiltekna gám í Gnoðarvogi, þá kann það að hafa áhrif að nokkuð er um húsnæði í grenndinni sem er án heimilistunnu og því hafa fatagámar Rauða krossins á svæðinu verið nýttir undir heimilisrusl, sem er síður en svo gott. Það er því mikilvægt að bætt sé úr aðgengi íbúa á tilteknu svæði að ruslatunnum.
Allar ábendingar varðandi fatagáma Rauða krossins eru afal vel þegnar og mega berast okkur í síma 5704000 eða í gegnum Facebook síðu Rauða krossins.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir öll föt sem berast í fatagámana og minnir á að allar verslanir eru fullar af gersemum sem hafa borist okkur undanfarin misseri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.