Almennar fréttir
Vel heppnað málþing um lög í stríði
28. mars 2019
Fjölmennt málþing haldið í Norræna húsinu á fimmtudaginn síðastliðinn
Á fimmtudaginn síðastliðinn var haldið fjölmennt málþing í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði. Málþingið var skipulagt af Rauða krossinum á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins.
Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fluttu erindi á málþinginu. Page Wilson, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands kynnti fundargesti fyrir Genfarsamningunum og lögum sem gilda í stríði. Page var jafnfram fundarstjóri og stýrði umræðum á málþinginu. Þá tók til máls Jonathan Somer, sérfræðingur í mannúðarrétti hjá danska Rauða krossinum, sem kynnti ýmsar leiðir til að innleiða lög til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi í stríðsátökum. Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands, fór yfir starfsemi heilbrigðisstarfsmanna á átakasvæðum og verndar sem þeir eiga að njóta. Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, fór yfir stöðu Íslands þegar kemur að lögum í stríði og innleiðingu laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Loks voru áhugaverðar panel umræður þar sem fundargestir gátu borið upp spurningar til fyrirlesara.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir gott samstarf og góða aðsókn á málþingið. Líflegar umræður sköpuðust á málþinginu og ljóst að málaflokkurinn hefur vakið áhuga almennings.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.