Almennar fréttir
Vel heppnað málþing um lög í stríði
28. mars 2019
Fjölmennt málþing haldið í Norræna húsinu á fimmtudaginn síðastliðinn
Á fimmtudaginn síðastliðinn var haldið fjölmennt málþing í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði. Málþingið var skipulagt af Rauða krossinum á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins.
Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fluttu erindi á málþinginu. Page Wilson, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands kynnti fundargesti fyrir Genfarsamningunum og lögum sem gilda í stríði. Page var jafnfram fundarstjóri og stýrði umræðum á málþinginu. Þá tók til máls Jonathan Somer, sérfræðingur í mannúðarrétti hjá danska Rauða krossinum, sem kynnti ýmsar leiðir til að innleiða lög til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi í stríðsátökum. Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands, fór yfir starfsemi heilbrigðisstarfsmanna á átakasvæðum og verndar sem þeir eiga að njóta. Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, fór yfir stöðu Íslands þegar kemur að lögum í stríði og innleiðingu laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Loks voru áhugaverðar panel umræður þar sem fundargestir gátu borið upp spurningar til fyrirlesara.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir gott samstarf og góða aðsókn á málþingið. Líflegar umræður sköpuðust á málþinginu og ljóst að málaflokkurinn hefur vakið áhuga almennings.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.