Almennar fréttir
Vel heppnað málþing um lög í stríði
28. mars 2019
Fjölmennt málþing haldið í Norræna húsinu á fimmtudaginn síðastliðinn
Á fimmtudaginn síðastliðinn var haldið fjölmennt málþing í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði. Málþingið var skipulagt af Rauða krossinum á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins.
Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara fluttu erindi á málþinginu. Page Wilson, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands kynnti fundargesti fyrir Genfarsamningunum og lögum sem gilda í stríði. Page var jafnfram fundarstjóri og stýrði umræðum á málþinginu. Þá tók til máls Jonathan Somer, sérfræðingur í mannúðarrétti hjá danska Rauða krossinum, sem kynnti ýmsar leiðir til að innleiða lög til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi í stríðsátökum. Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands, fór yfir starfsemi heilbrigðisstarfsmanna á átakasvæðum og verndar sem þeir eiga að njóta. Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, fór yfir stöðu Íslands þegar kemur að lögum í stríði og innleiðingu laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Loks voru áhugaverðar panel umræður þar sem fundargestir gátu borið upp spurningar til fyrirlesara.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir gott samstarf og góða aðsókn á málþingið. Líflegar umræður sköpuðust á málþinginu og ljóst að málaflokkurinn hefur vakið áhuga almennings.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.