Alþjóðastarf
20 milljónir til Malaví vegna fellibylsins Freddy
24. mars 2023
Rauði krossinn á Íslandi er að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví til að styðja við neyðarviðbragðið eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum.
Þann 13. mars síðastliðinn var neyðarástandi lýst yfir í suðurhluta Afríkuríkisins Malaví, eftir að fellibylurinn Freddy gekk yfir landið og olli flóðum, ofsaroki og skriðuföllum. Óveðrið flæmdi um 189,579 manns frá heimilum sínum og olli dauða og meiðslum hjá hundruðum.
Rauði krossinn í Malaví, sem leikur lykilhlutverk í neyðarviðbrögðum þar í landi með stuðningi annarra landsfélaga, þar á meðal Rauða krossins á Íslandi, er nú að bregðast við brýnustu þörfum, meðal annars með því að sinna því að leita að og bjarga þeim sem eru fastir vegna flóða, dreifa mat og öðrum varningi og setja upp tímabundið skjól fyrir þolendum hamfaranna.
Sem langtíma samstarfsaðili Rauða krossins í Malaví er Rauði krossins á Íslandi að veita 20 milljón króna fjárstuðning til að styðja við neyðarviðbragðsáætlun hans, sem felur meðal annars í sér að setja upp og reka 437 tímabundnar búðir og að dreifa nauðsynjum eins og tjöldum, eldhúsvörum, moskítónetum og teppum til þolenda, ásamt aðgerðum til að bjóða upp á varanlegar lausnir fyrir þau sem hafa misst heimili sín. Þessi fjárstuðningur er mögulegur með öflugum stuðningi frá Utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins.
Stuðningurinn nær einnig til starfsemi sem miðar að því að hlúa að geðheilsu þeirra mörg hundruð sjálfboðaliða sem taka þátt í neyðarviðbragðinu, en þeir hafa unnið sleitulaust frá því að neyðarástandið hófst við að bjarga jafningjum sínum og vinum í samfélaginu og standa í sumum tilvikum sjálfir frammi fyrir tjóni.
Við stöndum með malavísku þjóðinni, sem hefur á undanförnum mánuðum mætt mörgum áskorunum, þar á meðal kólerufaraldri sem enn geisar um allt land, og nú bætist við hræðilegt manntjón og tap á híbýlum og lífsviðurværi fólks vegna fellibylsins Freddy.
---
Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.