Alþjóðastarf
Aðstæður flóttafólks í Grikklandi
05. febrúar 2020
Rauði krossinn ítrekar fyrri afstöðu sína um að ekki sé boðlegt að senda fólk til Grikklands.
Eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV í gærkvöldi og ummæli setts forstjóra Útlendingastofnunar vill Rauði krossinn á Íslandi árétta og ítreka fyrri afstöðu sína að ekki sé boðlegt að senda flóttafólk aftur til Grikklands. Þeirri afstöðu hefur verið komið skýrt á framfæri við Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála, á fundi síðastliðið sumar með dómsmálaráðherra og í opinberri umræðu.
Þá er það skýrt af hálfu Rauðakrossins að ekki þurfi lagabreytinga við til að breyta núverandi framkvæmd, aðsenda flóttafólk sem hlotið hefur alþjóðlega vernd í Grikklandi til baka, endahafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökummálum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi.
Rauði krossinn ítrekar þá afstöðu sína aðaðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi séu sambærilegareða verri en þeirra sem bíða afgreiðslu umsóknar sinnar þar í landi. Í þvísamhengi er vísað til gildandi ákvörðunar hérlendra stjórnvalda frá 2010 um aðhætta endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd hverra umsóknir eru enntil meðferðar hjá grískum stjórnvöldum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.