Alþjóðastarf
Aðstæður flóttafólks í Grikklandi
05. febrúar 2020
Rauði krossinn ítrekar fyrri afstöðu sína um að ekki sé boðlegt að senda fólk til Grikklands.
Eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV í gærkvöldi og ummæli setts forstjóra Útlendingastofnunar vill Rauði krossinn á Íslandi árétta og ítreka fyrri afstöðu sína að ekki sé boðlegt að senda flóttafólk aftur til Grikklands. Þeirri afstöðu hefur verið komið skýrt á framfæri við Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála, á fundi síðastliðið sumar með dómsmálaráðherra og í opinberri umræðu.
Þá er það skýrt af hálfu Rauðakrossins að ekki þurfi lagabreytinga við til að breyta núverandi framkvæmd, aðsenda flóttafólk sem hlotið hefur alþjóðlega vernd í Grikklandi til baka, endahafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökummálum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi.
Rauði krossinn ítrekar þá afstöðu sína aðaðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi séu sambærilegareða verri en þeirra sem bíða afgreiðslu umsóknar sinnar þar í landi. Í þvísamhengi er vísað til gildandi ákvörðunar hérlendra stjórnvalda frá 2010 um aðhætta endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd hverra umsóknir eru enntil meðferðar hjá grískum stjórnvöldum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.