Alþjóðastarf
Aðstæður flóttafólks í Grikklandi
05. febrúar 2020
Rauði krossinn ítrekar fyrri afstöðu sína um að ekki sé boðlegt að senda fólk til Grikklands.
Eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV í gærkvöldi og ummæli setts forstjóra Útlendingastofnunar vill Rauði krossinn á Íslandi árétta og ítreka fyrri afstöðu sína að ekki sé boðlegt að senda flóttafólk aftur til Grikklands. Þeirri afstöðu hefur verið komið skýrt á framfæri við Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála, á fundi síðastliðið sumar með dómsmálaráðherra og í opinberri umræðu.
Þá er það skýrt af hálfu Rauðakrossins að ekki þurfi lagabreytinga við til að breyta núverandi framkvæmd, aðsenda flóttafólk sem hlotið hefur alþjóðlega vernd í Grikklandi til baka, endahafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökummálum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi.
Rauði krossinn ítrekar þá afstöðu sína aðaðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi séu sambærilegareða verri en þeirra sem bíða afgreiðslu umsóknar sinnar þar í landi. Í þvísamhengi er vísað til gildandi ákvörðunar hérlendra stjórnvalda frá 2010 um aðhætta endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd hverra umsóknir eru enntil meðferðar hjá grískum stjórnvöldum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.