Alþjóðastarf
Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn
27. nóvember 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.
Síðustu daga hefur Alþjóðaráðið (ICRC), í hlutverki sínu sem hlutlaus milliliður, flutt gísla sem voru í haldi á Gaza til ísraelskra stjórnvalda og loks til fjölskyldna sinna, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til yfirvalda á Vesturbakkanum, svo þeir geti sameinast fjölskyldum sínum á ný. ICRC flutti einnig lækningavörur til sjúkrahúsa á Gaza.
Aðilar átakanna samþykktu öll smáatriði aðgerðanna, þar á meðal hverjir yrðu leystir úr haldi og hvenær. ICRC tók ekki þátt í samningarviðræðunum, en hlutverk ráðsins, sem hlutlaus milliliður, er að greiða fyrir framkvæmd þess sem samið var um.
Nauðsynlegt er að koma mannúðlega fram við alla gísla og fólk í varðhaldi og grundvallarhugsjónir mannúðar ber að virða öllum stundum, einnig þegar fólk er leyst úr haldi og flutt milli staða.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.