Alþjóðastarf
Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn
27. nóvember 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.
Síðustu daga hefur Alþjóðaráðið (ICRC), í hlutverki sínu sem hlutlaus milliliður, flutt gísla sem voru í haldi á Gaza til ísraelskra stjórnvalda og loks til fjölskyldna sinna, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til yfirvalda á Vesturbakkanum, svo þeir geti sameinast fjölskyldum sínum á ný. ICRC flutti einnig lækningavörur til sjúkrahúsa á Gaza.
Aðilar átakanna samþykktu öll smáatriði aðgerðanna, þar á meðal hverjir yrðu leystir úr haldi og hvenær. ICRC tók ekki þátt í samningarviðræðunum, en hlutverk ráðsins, sem hlutlaus milliliður, er að greiða fyrir framkvæmd þess sem samið var um.
Nauðsynlegt er að koma mannúðlega fram við alla gísla og fólk í varðhaldi og grundvallarhugsjónir mannúðar ber að virða öllum stundum, einnig þegar fólk er leyst úr haldi og flutt milli staða.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.