Alþjóðastarf
Átök í Nagorno-Karabakh
30. september 2020
Alþjóðaráð Rauða krossins biðlar til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum
Nagorno-Karabakh: Alþjóðaráð Rauða krossins biðlar til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum
Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög og tryggja að óbreyttir borgarar njóti verndar. Alþjóðaráð Rauða krossins hvetur deiluaðila til að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að líf óbreyttra borgara og innviðir séu virtir og verndaðir, í samræmi við skyldu þeirra til að virða grundvallarreglur alþjóðlegra mannúðarlaga.
„Við ítrekum að við aðstoðum og styðjum þá sem verða fyrir áhrifum af þessari stigmögnun átaka sem og að starfa sem hlutlaus milliliður“, sagði Martin Schüepp, fulltrúi Rauða krossins. „Við hvetjum aðila til að framfylgja meginreglum alþjóðlegra mannúðarlaga eins og hægt er“.
Alþjóðaráðið hefur starfað á svæðinu síðan 1992 og unnið mannúðarstarf í tengslum við deiluna í Nagorno-Karabakh. Í gegnum sendinefndirnar í Baku og Jerevan og verkefnið í Nagorno-Karabakh styður Alþjóðaráðið samfélög sem búa eftir víglínunni og á landamærum Armeníu og Aserbaídsjan. Alþjóðaráðið vinnur einnig að því að komaast að örlögum týndra einstaklinga og hjálpa fjölskyldum þeirra, heimsækir fanga og starfar sem hlutlaus milliliður til að auðvelda flutning og heimflutning þeirra sem sleppt hefur verið úr haldi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil unnið náið með Rauða krossinum í Armeníu og á Kákasussvæðinu að uppbyggingu neyðarvarna í samstarfi við önnur Rauða kross félög með stuðningi Evrópusambandsins, og naut áður styrks frá utanríkisráðuneytinu. Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa séð um námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins í Armeníu, m.a. um sálrænan stuðning vegna áfalla og um samskipti og samstarf við fjölmiðla þegar hamfarir verða.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.