Alþjóðastarf
Björgunarskipið Ocean Viking bjargar fólki
27. apríl 2022
Björgunarskipið Ocean Viking, sem Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og samtökin SOS Mediterranee halda úti, er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf og samvinnuverkefni fjölmargra landsfélaga Rauða krossins sem aðstoða fólk á flótta víðsvegar í löndum Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu.
Síðustu 48 tíma hefur Ocean Viking bjargað 164 einstaklingum, þ.m.t. 2 konum, 47 fylgdarlausum börnum og 1 árs gömlu barni. Fólkið er nú í umsjá Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og SOS Mediterranee.
Hinn sorglegi atburður varð þó fyrir seinni björgunina að 12 einstaklingar létust eftir að gúmmíbáturinn fór frá Líbýu. 15 einstaklingar féllu í vatnið vegna þrengsla og öldugangs. Þau sem voru eftir um borð náðu að bjarga 3 úr vatninu en 12 einstaklingar drukknuðu. Þetta gerðist áður en Ocean Viking sá bátinn og kom til bjargar en fengu upplýsingar um þetta frá þeim eftirlifandi.
Líkt og hægt er að ímynda sér upplifir fólkið erfiðar tilfinningar í kjölfar hræðilegra atburða sem þessa og teymi Rauða krossins veitir þeim sálrænan stuðning.
Hér má lesa um aðgerðir Rauða krossins á Miðjarðarhafi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið bæði með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi m.a.með stuðningi utanríkisráðuneytisins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.