Alþjóðastarf
Björgunarskipið Ocean Viking bjargar fólki
27. apríl 2022
Björgunarskipið Ocean Viking, sem Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og samtökin SOS Mediterranee halda úti, er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf og samvinnuverkefni fjölmargra landsfélaga Rauða krossins sem aðstoða fólk á flótta víðsvegar í löndum Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu.
Síðustu 48 tíma hefur Ocean Viking bjargað 164 einstaklingum, þ.m.t. 2 konum, 47 fylgdarlausum börnum og 1 árs gömlu barni. Fólkið er nú í umsjá Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og SOS Mediterranee.
Hinn sorglegi atburður varð þó fyrir seinni björgunina að 12 einstaklingar létust eftir að gúmmíbáturinn fór frá Líbýu. 15 einstaklingar féllu í vatnið vegna þrengsla og öldugangs. Þau sem voru eftir um borð náðu að bjarga 3 úr vatninu en 12 einstaklingar drukknuðu. Þetta gerðist áður en Ocean Viking sá bátinn og kom til bjargar en fengu upplýsingar um þetta frá þeim eftirlifandi.
Líkt og hægt er að ímynda sér upplifir fólkið erfiðar tilfinningar í kjölfar hræðilegra atburða sem þessa og teymi Rauða krossins veitir þeim sálrænan stuðning.
Hér má lesa um aðgerðir Rauða krossins á Miðjarðarhafi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið bæði með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi m.a.með stuðningi utanríkisráðuneytisins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.