Alþjóðastarf
Björgunarskipið Ocean Viking bjargar fólki
27. apríl 2022
Björgunarskipið Ocean Viking, sem Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og samtökin SOS Mediterranee halda úti, er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf og samvinnuverkefni fjölmargra landsfélaga Rauða krossins sem aðstoða fólk á flótta víðsvegar í löndum Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu.
Síðustu 48 tíma hefur Ocean Viking bjargað 164 einstaklingum, þ.m.t. 2 konum, 47 fylgdarlausum börnum og 1 árs gömlu barni. Fólkið er nú í umsjá Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og SOS Mediterranee.
Hinn sorglegi atburður varð þó fyrir seinni björgunina að 12 einstaklingar létust eftir að gúmmíbáturinn fór frá Líbýu. 15 einstaklingar féllu í vatnið vegna þrengsla og öldugangs. Þau sem voru eftir um borð náðu að bjarga 3 úr vatninu en 12 einstaklingar drukknuðu. Þetta gerðist áður en Ocean Viking sá bátinn og kom til bjargar en fengu upplýsingar um þetta frá þeim eftirlifandi.
Líkt og hægt er að ímynda sér upplifir fólkið erfiðar tilfinningar í kjölfar hræðilegra atburða sem þessa og teymi Rauða krossins veitir þeim sálrænan stuðning.
Hér má lesa um aðgerðir Rauða krossins á Miðjarðarhafi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið bæði með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi m.a.með stuðningi utanríkisráðuneytisins.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.