Alþjóðastarf
Björgunarskipið Ocean Viking bjargar fólki
27. apríl 2022
Björgunarskipið Ocean Viking, sem Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og samtökin SOS Mediterranee halda úti, er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf og samvinnuverkefni fjölmargra landsfélaga Rauða krossins sem aðstoða fólk á flótta víðsvegar í löndum Afríku, Mið-Austurlöndum og Evrópu.
Síðustu 48 tíma hefur Ocean Viking bjargað 164 einstaklingum, þ.m.t. 2 konum, 47 fylgdarlausum börnum og 1 árs gömlu barni. Fólkið er nú í umsjá Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og SOS Mediterranee.
Hinn sorglegi atburður varð þó fyrir seinni björgunina að 12 einstaklingar létust eftir að gúmmíbáturinn fór frá Líbýu. 15 einstaklingar féllu í vatnið vegna þrengsla og öldugangs. Þau sem voru eftir um borð náðu að bjarga 3 úr vatninu en 12 einstaklingar drukknuðu. Þetta gerðist áður en Ocean Viking sá bátinn og kom til bjargar en fengu upplýsingar um þetta frá þeim eftirlifandi.
Líkt og hægt er að ímynda sér upplifir fólkið erfiðar tilfinningar í kjölfar hræðilegra atburða sem þessa og teymi Rauða krossins veitir þeim sálrænan stuðning.
Hér má lesa um aðgerðir Rauða krossins á Miðjarðarhafi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið bæði með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi m.a.með stuðningi utanríkisráðuneytisins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.