Alþjóðastarf
Fyrstu viðbrögð hreyfingarinnar vegna hamfara í Marokkó
11. september 2023
Á föstudagskvöld varð öflugur jarðskjálfti í Marokkó sem kostaði þúsundir lífið og olli mikilli eyðileggingu. Rauði hálfmáninn hóf strax störf við að bregðast við þessum hörmungum.
Jarðskjálftinn var af stærðinni 6,8 og upptök hans voru á litlu dýpi í Atlasfjöllum, um 75 kílómetra suðaustur af Marrakesh. Nítján mínútum síðar varð eftirskjálfti sem var 4,9 að stærð.
Tala látinna er nú komin í tæplega 2500 manns, en það er enn ekki ljóst hve margir hafa látist og slasast, þar sem þau þorp og bæir sem urðu verst úti eru í ógreiðfæru fjalllendi.
Rauði hálfmáninn í Marokkó, sem hefur 8000 sjálfboðaliða, brást umsvifalaust við skjálftanum og er að hjálpa til við að meta aðstæður, samhæfa björgunaraðgerðir og veita þolendum skjálftans aðstoð í samvinnu við yfirvöld og aðra viðbragðsaðila.
Alþjóðasamband Rauða krossins, þar á meðal Rauði krossinn á Íslandi, votta aðstandendum þeirra sem hafa týnt lífi í þessum hörmungum dýpstu samúð og óskar þeim sem hafa slasast skjóts bata.
Það sem skiptir höfuðmáli núna er að bjarga lífum með öflugum björgunaraðgerðum, ásamt því að hlúa að þolendum skjálftanna.
Ekkert landsfélag getur brugðist við slíkum hamförum eitt síns liðs. Alþjóðasamband Rauða krossins mun styðja við viðbrögðin vegna hamfaranna og hefur þegar sent rúmlega 150 milljónir króna til að styðja við björgunaraðgerðir, auk þess sem ýmis landsfélög hafa boðið fram aðstoð sína. Þetta neyðarviðbragð er maraþon, en ekki spretthlaup. Mikilvægt er að bregðast hratt við, en þolendur skjálftanna munu þurfa stuðning næstu vikur og mánuði.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.