Alþjóðastarf
Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur snýr aftur frá Gaza
30. janúar 2024
Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á European Gaza Hospital síðustu sex vikurnar, en er nú komin aftur til Íslands.
Um miðbik desember hóf skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir störf á European Gaza Hospital í Rafah. Elín starfaði með skurðlækningateymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á Gaza í sex vikur.
Alþjóðaráð Rauða krossins hefur sinnt mikilvægu mannúðarstarfi á Gaza í samvinnu við palestínska Rauða hálfmánann síðan árið 1967. Alþjóðaráðið reynir eftir fremsta megni að veita íbúum Gaza mannúðaraðstoð í yfirstandandi átökum, meðal annars með aðgangi að vatni, rafmagni og hreinlætisvörum, en sérstök áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu.
Sinnti lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum
Starf Elínar á vegum Alþjóðaráðsins var að sinna alvarlega særðum einstaklingum sem þurftu á lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum að halda, þar á meðal börnum. Sjúkrahúsið er eitt af fáum sem enn eru starfhæf á Gaza, svo mikið hefur mætt á Elínu, en gífurlega margir hafa særst og látist í átökunum síðustu mánuði á Gaza.
Sjötta ferðin á vegum Rauða krossins
Þetta er ekki fyrsta vettvangsferð Elínar fyrir Rauða krossinn vegna vopnaðra átaka á Gaza, en árið 2014 starfaði hún einnig í skurðlækningateymi á svæðinu. Elín hefur verið á útkallslista Rauða krossins á Íslandi vegna alþjóðlegs hjálparstarfs síðan árið 2010 og hefur síðan þá starfað á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður-Súdan, Afganistan, Sýrlandi, Jemen og á Haítí, ásamt Gaza.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.