Alþjóðastarf
Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur snýr aftur frá Gaza
30. janúar 2024
Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á European Gaza Hospital síðustu sex vikurnar, en er nú komin aftur til Íslands.

Um miðbik desember hóf skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir störf á European Gaza Hospital í Rafah. Elín starfaði með skurðlækningateymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á Gaza í sex vikur.
Alþjóðaráð Rauða krossins hefur sinnt mikilvægu mannúðarstarfi á Gaza í samvinnu við palestínska Rauða hálfmánann síðan árið 1967. Alþjóðaráðið reynir eftir fremsta megni að veita íbúum Gaza mannúðaraðstoð í yfirstandandi átökum, meðal annars með aðgangi að vatni, rafmagni og hreinlætisvörum, en sérstök áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu.
Sinnti lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum
Starf Elínar á vegum Alþjóðaráðsins var að sinna alvarlega særðum einstaklingum sem þurftu á lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum að halda, þar á meðal börnum. Sjúkrahúsið er eitt af fáum sem enn eru starfhæf á Gaza, svo mikið hefur mætt á Elínu, en gífurlega margir hafa særst og látist í átökunum síðustu mánuði á Gaza.
Sjötta ferðin á vegum Rauða krossins
Þetta er ekki fyrsta vettvangsferð Elínar fyrir Rauða krossinn vegna vopnaðra átaka á Gaza, en árið 2014 starfaði hún einnig í skurðlækningateymi á svæðinu. Elín hefur verið á útkallslista Rauða krossins á Íslandi vegna alþjóðlegs hjálparstarfs síðan árið 2010 og hefur síðan þá starfað á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður-Súdan, Afganistan, Sýrlandi, Jemen og á Haítí, ásamt Gaza.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.