Alþjóðastarf
Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur snýr aftur frá Gaza
30. janúar 2024
Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á European Gaza Hospital síðustu sex vikurnar, en er nú komin aftur til Íslands.
Um miðbik desember hóf skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir störf á European Gaza Hospital í Rafah. Elín starfaði með skurðlækningateymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á Gaza í sex vikur.
Alþjóðaráð Rauða krossins hefur sinnt mikilvægu mannúðarstarfi á Gaza í samvinnu við palestínska Rauða hálfmánann síðan árið 1967. Alþjóðaráðið reynir eftir fremsta megni að veita íbúum Gaza mannúðaraðstoð í yfirstandandi átökum, meðal annars með aðgangi að vatni, rafmagni og hreinlætisvörum, en sérstök áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu.
Sinnti lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum
Starf Elínar á vegum Alþjóðaráðsins var að sinna alvarlega særðum einstaklingum sem þurftu á lífsnauðsynlegum skurðaðgerðum að halda, þar á meðal börnum. Sjúkrahúsið er eitt af fáum sem enn eru starfhæf á Gaza, svo mikið hefur mætt á Elínu, en gífurlega margir hafa særst og látist í átökunum síðustu mánuði á Gaza.
Sjötta ferðin á vegum Rauða krossins
Þetta er ekki fyrsta vettvangsferð Elínar fyrir Rauða krossinn vegna vopnaðra átaka á Gaza, en árið 2014 starfaði hún einnig í skurðlækningateymi á svæðinu. Elín hefur verið á útkallslista Rauða krossins á Íslandi vegna alþjóðlegs hjálparstarfs síðan árið 2010 og hefur síðan þá starfað á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður-Súdan, Afganistan, Sýrlandi, Jemen og á Haítí, ásamt Gaza.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.