Alþjóðastarf
Mikil neyð í Mjanmar
02. apríl 2025
Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.
Þótt umfang mannskaða og eyðileggingar af völdum jarðskjálftanna í Mjanmar sé ekki enn að fullu ljóst er þegar komið á daginn að þúsundir hafa slasast eða látist og milljónir orðið fyrir neikvæðum áhrifum með einum eða öðrum hætti. Þau hafa misst heimili sín, búa við rafmagnsleysi, vatnsskort eða sambandsleysi. Hafa einangrast vegna skemmda á vegum og brúm.
Talið er að meirihluti mannvirkja á svæðum næst upptökum skjálftanna sé ónýtur eða skemmdur. Þrjú sjúkrahús eyðilögðust og 22 heilbrigðisstofnanir til viðbótar skemmdust. Gróflega er áætlað að um 60 þúsund heimili á svæðunum sem verst urðu úti hafi eyðilagst eða skemmst mikið.

Fyrir rúmri viku varð 7,7 stiga jarðskjálfti í miðhluta Mjanmar þar sem næststærstu borg landsins, Mandalay, er m.a. að finna. Fjölmargir eftirskjálftar tóku við, sá stærsti var 6,4 stig.
Innviðir landsins voru veikir fyrir og síðustu ár hafa vopnuð átök geisað víða um landið sem hafa veikt þá enn frekar. Við þessar aðstæður eru sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins í Mjanmar að störfum. Þau hafa veitt slösuðum fyrstu hjálp, útvegað vatn og skjól og aðstoðað við að koma þeim sem á þurfa að halda undir læknishendur. Markmiðið er að veita um 150 þúsund manns tafarlausa aðstoð og stuðning. Fjögur teymi á þeirra vegum fara um svæðin sem urðu verst úti og setja upp neyðarsjúkrahús og vatnsbirgðastöðvar.
Áhrif jarðskjálftanna eru margvísleg og til að vinna gegn því að þau verði langvarandi þarf alþjóða samfélagið að leggjast á eitt við enduruppbyggingu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun fyrir þolendur jarðskjálftanna í Mjanmar.
Þitt framlag skiptir máli.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.