Alþjóðastarf
Ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum veldur ICRC áhyggjum
09. október 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur miklar áhyggjur af ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrifum þess á almenna borgara. ICRC hefur starfað á svæðinu frá 1967 á ýmsan hátt og styður nú landsfélög sem eru að bregðast við ástandinu.
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) lýsir yfir þungum áhyggjum af uggvænlegri stigmögnun í vopnuðu ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum yfir helgina. Ofbeldið ógnar lífum, heimilum, grundvallarþjónustu og innviðum.
ICRC hefur starfað í Ísrael og á hernumdu svæðunum síðan árið 1967. Sem hlutlaus og sjálfstæð mannúðarsamtök heimsækir ICRC fanga Ísraelsmanna og Palestínumanna. ICRC hjálpar einnig við að bæta aðgengi að grundvallarþjónustu eins og vatni og rafmagni á Gaza og styður verkefni sem styðja við lífsviðurværi fólks á hernumdu svæðunum.
ICRC er tilbúið til að uppfylla mannúðarhlutverk sitt með því að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki sem er að veita neyðaraðstoð að taka á móti þeim mikla fjölda sem er að særast. ICRC vinnur nú að því að styðja samstarfsaðila sína í landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.