Alþjóðastarf
Ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum veldur ICRC áhyggjum
09. október 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur miklar áhyggjur af ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrifum þess á almenna borgara. ICRC hefur starfað á svæðinu frá 1967 á ýmsan hátt og styður nú landsfélög sem eru að bregðast við ástandinu.
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) lýsir yfir þungum áhyggjum af uggvænlegri stigmögnun í vopnuðu ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum yfir helgina. Ofbeldið ógnar lífum, heimilum, grundvallarþjónustu og innviðum.
ICRC hefur starfað í Ísrael og á hernumdu svæðunum síðan árið 1967. Sem hlutlaus og sjálfstæð mannúðarsamtök heimsækir ICRC fanga Ísraelsmanna og Palestínumanna. ICRC hjálpar einnig við að bæta aðgengi að grundvallarþjónustu eins og vatni og rafmagni á Gaza og styður verkefni sem styðja við lífsviðurværi fólks á hernumdu svæðunum.
ICRC er tilbúið til að uppfylla mannúðarhlutverk sitt með því að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki sem er að veita neyðaraðstoð að taka á móti þeim mikla fjölda sem er að særast. ICRC vinnur nú að því að styðja samstarfsaðila sína í landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.