Alþjóðastarf
Ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum veldur ICRC áhyggjum
09. október 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur miklar áhyggjur af ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs og áhrifum þess á almenna borgara. ICRC hefur starfað á svæðinu frá 1967 á ýmsan hátt og styður nú landsfélög sem eru að bregðast við ástandinu.
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) lýsir yfir þungum áhyggjum af uggvænlegri stigmögnun í vopnuðu ofbeldi í Ísrael og á hernumdu svæðunum yfir helgina. Ofbeldið ógnar lífum, heimilum, grundvallarþjónustu og innviðum.
ICRC hefur starfað í Ísrael og á hernumdu svæðunum síðan árið 1967. Sem hlutlaus og sjálfstæð mannúðarsamtök heimsækir ICRC fanga Ísraelsmanna og Palestínumanna. ICRC hjálpar einnig við að bæta aðgengi að grundvallarþjónustu eins og vatni og rafmagni á Gaza og styður verkefni sem styðja við lífsviðurværi fólks á hernumdu svæðunum.
ICRC er tilbúið til að uppfylla mannúðarhlutverk sitt með því að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki sem er að veita neyðaraðstoð að taka á móti þeim mikla fjölda sem er að særast. ICRC vinnur nú að því að styðja samstarfsaðila sína í landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.