Alþjóðastarf
Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið gera með sér samkomulag á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu
03. mars 2025
Rauði krossinn og utanríkisráðuneytið gera með sér samkomulag á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi, hafa undirritað rammasamning um verkefni á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar fyrir árin 2025-2028. Þetta er í þriðja sinn sem utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi undirrita slíkan samning.
Markmið samningsins er að auka skilvirkni og árangur Íslands í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð, gera fjármögnun þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar, sem veitt er af Rauða krossinum, fyrirsjáanlegri og auðvelda skipulagningu verkefna og viðbragða.
Að sögn Silju Báru R. Ómarsdóttur er slíkt samstarf sérlega mikilvægt, ekki síst á umbrotatímum þegar ófriður og sundrung valda samdrætti í framlögum til þróunarsamvinnu. Undanfarin ár hafa kennt okkur að slíkur stuðningur er ekki sjálfgefinn. Rauði krossinn lýsir því mikilli ánægju og þakklæti fyrir það nána samstarf sem félagið á við stjórnvöld á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.
Meðal verkefna sem njóta stuðnings fyrir tilstuðlan rammasamningsins eru fræðsla um kynbundið ofbeldi í Sómalíu, trjárækt í Síerra Leóne, uppbygging á viðbúnaði og viðnámsþrótti samfélaga í Malaví og heilbrigðisfræðsla í búðum palestínsks flóttafólks í Líbanon. Þá eru ótalin neyðarviðbrögð vegna vopnaðra átaka og náttúruhamfara víða um heim.
Með samkomulaginu skuldbinda stjórnvöld og Rauði krossinn sig til að leggja til fjármagn í ofangreind verkefni. Mannvinir Rauða krossins standa að stórum hluta undir framlögum Rauða krossins til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.