Alþjóðastarf
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
12. júní 2025
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Námskeiðið er tvíþætt og fer fyrri hluti þess fram á netinu en seinni hlutinn verður staðbundinn og haldinn vikuna 26.–31. október 2025. Námskeiðið fer fram á ensku og er krafist sólarhrings viðveru þátttakenda alla námskeiðsdagana. Alls verða 25 umsækjendum boðin þátttaka eftir að umsóknarferli lýkur. Þátttaka á sendifulltrúanámskeiði er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða krossins á alþjóðavettvangi.
Árlega sendir Rauði krossinn á Íslandi 10-30 sendifulltrúa til starfa á erlendum vettvangi. Verkefnin eru oft unnin við erfiðar og krefjandi aðstæður og taka mislangan tíma, en eru oftast 3-12 mánuðir. Sendifulltrúar sinna neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara, á átakasvæðum og halda til starfa með mjög skömmum fyrirvara.
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun sem nýtist í starfi og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði. Færni í frönsku, arabísku, spænsku og fleiri tungumálum er mikill kostur. Þátttakandi þarf að vera tilbúinn til að starfa að lágmarki 3 mánuði hverju sinni en einnig er óskað eftir starfsveru í 6, 9 eða 12 mánuði samfellt.
Námskeiðgjald er 100.000 krónur Innifalið er húsnæði, fæði og kennslugögn. Óafturkræft forfallagjald er 40.000 kr.
Umsóknum skal skila inn með því að fylla út IMPACT umsóknarform og senda uppfærða ferilskrá til impact@redcross.is. Umsóknarfrestur er til 13. júlí 2025.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér. Einnig með því að hafa samband við Mögnu Björk Ólafsdóttur, Verkefnastjóra sendifulltrúamála með því að senda tölvupóst á netfangið impact@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum
Alþjóðastarf 18. september 2025„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.