Alþjóðastarf
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
12. júní 2025
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.
Námskeiðið er tvíþætt og fer fyrri hluti þess fram á netinu en seinni hlutinn verður staðbundinn og haldinn vikuna 26.–31. október 2025. Námskeiðið fer fram á ensku og er krafist sólarhrings viðveru þátttakenda alla námskeiðsdagana. Alls verða 25 umsækjendum boðin þátttaka eftir að umsóknarferli lýkur. Þátttaka á sendifulltrúanámskeiði er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða krossins á alþjóðavettvangi.
Árlega sendir Rauði krossinn á Íslandi 10-30 sendifulltrúa til starfa á erlendum vettvangi. Verkefnin eru oft unnin við erfiðar og krefjandi aðstæður og taka mislangan tíma, en eru oftast 3-12 mánuðir. Sendifulltrúar sinna neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara, á átakasvæðum og halda til starfa með mjög skömmum fyrirvara.
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun sem nýtist í starfi og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði. Færni í frönsku, arabísku, spænsku og fleiri tungumálum er mikill kostur. Þátttakandi þarf að vera tilbúinn til að starfa að lágmarki 3 mánuði hverju sinni en einnig er óskað eftir starfsveru í 6, 9 eða 12 mánuði samfellt.
Námskeiðgjald er 100.000 krónur Innifalið er húsnæði, fæði og kennslugögn. Óafturkræft forfallagjald er 40.000 kr.
Umsóknum skal skila inn með því að fylla út IMPACT umsóknarform og senda uppfærða ferilskrá til impact@redcross.is. Umsóknarfrestur er til 13. júlí 2025.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér. Einnig með því að hafa samband við Mögnu Björk Ólafsdóttur, Verkefnastjóra sendifulltrúamála með því að senda tölvupóst á netfangið impact@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.