Alþjóðastarf
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
12. júní 2025
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Námskeiðið er tvíþætt og fer fyrri hluti þess fram á netinu en seinni hlutinn verður staðbundinn og haldinn vikuna 26.–31. október 2025. Námskeiðið fer fram á ensku og er krafist sólarhrings viðveru þátttakenda alla námskeiðsdagana. Alls verða 25 umsækjendum boðin þátttaka eftir að umsóknarferli lýkur. Þátttaka á sendifulltrúanámskeiði er forsenda þess að fá starf á vegum Rauða krossins á alþjóðavettvangi.
Árlega sendir Rauði krossinn á Íslandi 10-30 sendifulltrúa til starfa á erlendum vettvangi. Verkefnin eru oft unnin við erfiðar og krefjandi aðstæður og taka mislangan tíma, en eru oftast 3-12 mánuðir. Sendifulltrúar sinna neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara, á átakasvæðum og halda til starfa með mjög skömmum fyrirvara.
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun sem nýtist í starfi og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandi fagi eftir nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði. Færni í frönsku, arabísku, spænsku og fleiri tungumálum er mikill kostur. Þátttakandi þarf að vera tilbúinn til að starfa að lágmarki 3 mánuði hverju sinni en einnig er óskað eftir starfsveru í 6, 9 eða 12 mánuði samfellt.
Námskeiðgjald er 100.000 krónur Innifalið er húsnæði, fæði og kennslugögn. Óafturkræft forfallagjald er 40.000 kr.
Umsóknum skal skila inn með því að fylla út IMPACT umsóknarform og senda uppfærða ferilskrá til impact@redcross.is. Umsóknarfrestur er til 13. júlí 2025.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði má finna hér. Einnig með því að hafa samband við Mögnu Björk Ólafsdóttur, Verkefnastjóra sendifulltrúamála með því að senda tölvupóst á netfangið impact@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.