Alþjóðastarf
Sex mánuðir frá sprengingu í Beirút
04. febrúar 2021
Rauði krossinn í Líbanon heldur áfram að styðja við samfélagið m.a. með aukinni fjárhagslegri aðstoð til íbúa.
Sex mánuðir eru liðnir frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút í Líbanon. Alls létust um 200 manns, um 6.000 slösuðust og um 300.000 misstu heimili sín.
Aðstæður í Líbanon eru erfiðar. Gríðarleg fjölgun hefur verið í Covid19 smitum á sl. vikum og í Líbanon er flest fóttafólk miðað við höfðatölu, fyrst og fremst frá nágrannaríkjunum Palestínu og Sýrlandi.
Rauði krossinn í Líbanon hefur dreift hjálpargögnum á svæðinu, safnað blóði og sinnt sjúkraflutningum til meira en 250.000 einstaklinga auk fjölda annarra verkefna.
...Rauði krossinn í Líbanon heldur áfram að styðja við samfélagið m.a. með aukinni fjárhagslegri aðstoð til íbúa en um 45% íbúa Líbanon búa undir fátækramörkum. Forgangsverkefni Rauða krossins í Líbanon er að finna leiðir til þess að halda áfram að bjóða upp á ókeypis nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sporna við Covid19.
Almenningur og utanríkisráðuneytið studdu myndarlega við neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í ágúst sl. en alls söfnuðust rúmlega 16 milljónir króna sem runnu til Rauða krossins í Líbanon. Ljóst er að enn er mikið verk fyrir höndum og heimsfaraldur gerir uppbygginguna ekki auðveldari.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.