Alþjóðastarf
Sex mánuðir frá sprengingu í Beirút
04. febrúar 2021
Rauði krossinn í Líbanon heldur áfram að styðja við samfélagið m.a. með aukinni fjárhagslegri aðstoð til íbúa.
Sex mánuðir eru liðnir frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút í Líbanon. Alls létust um 200 manns, um 6.000 slösuðust og um 300.000 misstu heimili sín.
Aðstæður í Líbanon eru erfiðar. Gríðarleg fjölgun hefur verið í Covid19 smitum á sl. vikum og í Líbanon er flest fóttafólk miðað við höfðatölu, fyrst og fremst frá nágrannaríkjunum Palestínu og Sýrlandi.
Rauði krossinn í Líbanon hefur dreift hjálpargögnum á svæðinu, safnað blóði og sinnt sjúkraflutningum til meira en 250.000 einstaklinga auk fjölda annarra verkefna.
...Rauði krossinn í Líbanon heldur áfram að styðja við samfélagið m.a. með aukinni fjárhagslegri aðstoð til íbúa en um 45% íbúa Líbanon búa undir fátækramörkum. Forgangsverkefni Rauða krossins í Líbanon er að finna leiðir til þess að halda áfram að bjóða upp á ókeypis nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sporna við Covid19.
Almenningur og utanríkisráðuneytið studdu myndarlega við neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í ágúst sl. en alls söfnuðust rúmlega 16 milljónir króna sem runnu til Rauða krossins í Líbanon. Ljóst er að enn er mikið verk fyrir höndum og heimsfaraldur gerir uppbygginguna ekki auðveldari.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.