Alþjóðastarf
Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd
24. mars 2025
„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.
Skrifstofa Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Rafah varð í dag, mánudag, fyrir skemmdum af völdum sprengiflauga. Þetta gerist þrátt fyrir að skrifstofurnar séu greinilega merktar og staðsetning þeirra tilkynnt öllum aðilum. Sem betur fer slasaðist enginn starfsmaður en atburðurinn mun engu að síður hafa bein áhrif á getu ICRC til að starfa á Gaza. Í yfirlýsingu fordæmir ICRC árásina á húsnæði sitt harðlega.
Hundruð almennra borgara hafa látist í átökum á Gaza undanfarna viku. Vegna útbreiddra átaka og fyrirskipana um rýmingar hefur fólk orðið að flýja án þess að hafa til öruggra svæða að venda. Að sögn ICRC hafa margir neyðst til að skilja tjöld sín og aðrar eigur eftir á flóttanum. Birgðir af mat og vatni eru orðnar af skornum skammti.

„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í yfirlýsingu ICRC. Í gær hafi tapast samband við bráðatækna palestínska Rauða hálfmánans og ekki vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Í síðustu viku voru hjálparstarfsmenn drepnir á Gaza.
Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar. „Þessa aðila ber að virða og vernda í öllum aðstæðum svo tryggja megi samfellu í mannúðaraðstoð,“ segir í yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Allir verði að leggjast á eitt til að tryggja öryggi þeirra sem veita slíka aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.