Alþjóðastarf
Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd
24. mars 2025
„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.
Skrifstofa Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Rafah varð í dag, mánudag, fyrir skemmdum af völdum sprengiflauga. Þetta gerist þrátt fyrir að skrifstofurnar séu greinilega merktar og staðsetning þeirra tilkynnt öllum aðilum. Sem betur fer slasaðist enginn starfsmaður en atburðurinn mun engu að síður hafa bein áhrif á getu ICRC til að starfa á Gaza. Í yfirlýsingu fordæmir ICRC árásina á húsnæði sitt harðlega.
Hundruð almennra borgara hafa látist í átökum á Gaza undanfarna viku. Vegna útbreiddra átaka og fyrirskipana um rýmingar hefur fólk orðið að flýja án þess að hafa til öruggra svæða að venda. Að sögn ICRC hafa margir neyðst til að skilja tjöld sín og aðrar eigur eftir á flóttanum. Birgðir af mat og vatni eru orðnar af skornum skammti.
„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í yfirlýsingu ICRC. Í gær hafi tapast samband við bráðatækna palestínska Rauða hálfmánans og ekki vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Í síðustu viku voru hjálparstarfsmenn drepnir á Gaza.
Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar. „Þessa aðila ber að virða og vernda í öllum aðstæðum svo tryggja megi samfellu í mannúðaraðstoð,“ segir í yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Allir verði að leggjast á eitt til að tryggja öryggi þeirra sem veita slíka aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.