Alþjóðastarf
Skrifstofa Alþjóðaráðsins í Rafah skemmd
24. mars 2025
„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í nýrri yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar.
Skrifstofa Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Rafah varð í dag, mánudag, fyrir skemmdum af völdum sprengiflauga. Þetta gerist þrátt fyrir að skrifstofurnar séu greinilega merktar og staðsetning þeirra tilkynnt öllum aðilum. Sem betur fer slasaðist enginn starfsmaður en atburðurinn mun engu að síður hafa bein áhrif á getu ICRC til að starfa á Gaza. Í yfirlýsingu fordæmir ICRC árásina á húsnæði sitt harðlega.
Hundruð almennra borgara hafa látist í átökum á Gaza undanfarna viku. Vegna útbreiddra átaka og fyrirskipana um rýmingar hefur fólk orðið að flýja án þess að hafa til öruggra svæða að venda. Að sögn ICRC hafa margir neyðst til að skilja tjöld sín og aðrar eigur eftir á flóttanum. Birgðir af mat og vatni eru orðnar af skornum skammti.
„Átök á ný og ofbeldi fylla alla vonleysi,“ segir í yfirlýsingu ICRC. Í gær hafi tapast samband við bráðatækna palestínska Rauða hálfmánans og ekki vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Í síðustu viku voru hjálparstarfsmenn drepnir á Gaza.
Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum skal hjálparstarfsfólk, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir njóta sérstakrar verndar. „Þessa aðila ber að virða og vernda í öllum aðstæðum svo tryggja megi samfellu í mannúðaraðstoð,“ segir í yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Allir verði að leggjast á eitt til að tryggja öryggi þeirra sem veita slíka aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.