Alþjóðastarf
Söfnun vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs
18. október 2023
Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun.
Þolendur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þurfa á mikilli mannúðaraðstoð að halda. Ástandið á svæðinu er gríðarlega erfitt og neyðin er mikil, sérstaklega á Gaza. Þar eru rafmagns- og vatnsbirgðir að þrotum komnar og fólk skortir mat, húsaskjól og læknisaðstoð.
Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins og styrkja mannúðarstarf á svæðinu. Um þessar mundir er Alþjóðaráðið að undirbúa sendingu af ríflega 60 tonnum af hjálpargögnum til Gaza sem verða send um leið og færi gefst, auk þess sem það er í sambandi við báða aðila átakanna til að minna á mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt, ásamt því að óska eftir því að gíslar Hamas-samtakanna séu látnir lausir án tafar.
Svona styrkir þú:
Reikningur Rauða krossins: 0342-26-555, kt. 530269-2649, skýring: gaza
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.