Innanlandsstarf
Föt sem framlag prjónahóparnir sitja ekki auðum höndum
04. nóvember 2020
Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka.
Þrátt fyrir að Föt sem framlag hóparnir hafi ekki getað hist undanfarið vegna sóttvarnarreglna sitja sjálfboðaliðarnir ekki auðum höndum. Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka svo eitthvað sé nefnt.
Við kunnum okkar frábæru sjálfboðaliðum bestu þakkir fyrir hlýhuginn og eljuna og vonum að hægt verði að hittast í vikulegum samverum sem allra fyrst aftur. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt í prjónaverkefninu: hafnarfjordur.gardabaer@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“