Innanlandsstarf
Föt sem framlag prjónahóparnir sitja ekki auðum höndum
04. nóvember 2020
Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka.
Þrátt fyrir að Föt sem framlag hóparnir hafi ekki getað hist undanfarið vegna sóttvarnarreglna sitja sjálfboðaliðarnir ekki auðum höndum. Sjálfboðaliðar í prjónahópnum halda áfram að prjóna heima og umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og aðrir sem á þurfa að halda, njóta góðs af og fá hlýja vettlinga, húfur og ullarsokka svo eitthvað sé nefnt.
Við kunnum okkar frábæru sjálfboðaliðum bestu þakkir fyrir hlýhuginn og eljuna og vonum að hægt verði að hittast í vikulegum samverum sem allra fyrst aftur. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt í prjónaverkefninu: hafnarfjordur.gardabaer@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“