Innanlandsstarf
Hefurðu fjóra tíma aflögu á mánuði til þess að veita félagsskap og hlýju?
19. febrúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir heimsóknavinum
Rauði krossinn íKópavogi óskar eftir heimsóknavinum. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremstað veita félagsskap, nærveru og hlýju. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, semheimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- oghjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. veriðspjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Viðmiðer að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvarheimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Sjálfboðaliðarnirsækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þásem þeir heimsækja.
Ef þú vilt gerastheimsóknavinur þá fer skráning fram hér. Ef þú vilt fáheimsóknavin þá er hægt að sækja umhér. Frekari upplýsingar erhægt að finna undir vinaverkefni eða hafa samband í síma 570 4063 eða 570 4000eða senda póst á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.