Innanlandsstarf
Hefurðu fjóra tíma aflögu á mánuði til þess að veita félagsskap og hlýju?
19. febrúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir heimsóknavinum
Rauði krossinn íKópavogi óskar eftir heimsóknavinum. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremstað veita félagsskap, nærveru og hlýju. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, semheimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- oghjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. veriðspjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Viðmiðer að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvarheimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Sjálfboðaliðarnirsækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þásem þeir heimsækja.
Ef þú vilt gerastheimsóknavinur þá fer skráning fram hér. Ef þú vilt fáheimsóknavin þá er hægt að sækja umhér. Frekari upplýsingar erhægt að finna undir vinaverkefni eða hafa samband í síma 570 4063 eða 570 4000eða senda póst á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.