Innanlandsstarf
Hefurðu fjóra tíma aflögu á mánuði til þess að veita félagsskap og hlýju?
19. febrúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir heimsóknavinum
Rauði krossinn íKópavogi óskar eftir heimsóknavinum. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremstað veita félagsskap, nærveru og hlýju. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, semheimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- oghjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. veriðspjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Viðmiðer að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvarheimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Sjálfboðaliðarnirsækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þásem þeir heimsækja.
Ef þú vilt gerastheimsóknavinur þá fer skráning fram hér. Ef þú vilt fáheimsóknavin þá er hægt að sækja umhér. Frekari upplýsingar erhægt að finna undir vinaverkefni eða hafa samband í síma 570 4063 eða 570 4000eða senda póst á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.