Innanlandsstarf
Hefurðu fjóra tíma aflögu á mánuði til þess að veita félagsskap og hlýju?
19. febrúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir heimsóknavinum
Rauði krossinn íKópavogi óskar eftir heimsóknavinum. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremstað veita félagsskap, nærveru og hlýju. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, semheimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- oghjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur t.d. veriðspjall, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Viðmiðer að heimsóknartími sé um klukkustund einu sinni í viku. Hvenær og hvarheimsóknin á sér stað er samkomulagsatriði hjá gestgjafa og heimsóknavini.
Sjálfboðaliðarnirsækja undirbúningsnámskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir trúnaði við þásem þeir heimsækja.
Ef þú vilt gerastheimsóknavinur þá fer skráning fram hér. Ef þú vilt fáheimsóknavin þá er hægt að sækja umhér. Frekari upplýsingar erhægt að finna undir vinaverkefni eða hafa samband í síma 570 4063 eða 570 4000eða senda póst á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.