Innanlandsstarf
Hundavinir Rauða krossins á Smáhundadögum
13. febrúar 2019
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín.
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín. Hundavinaverkefni Rauða krossins er tilvaliðfyrir þá sem njóta þess að vera í kring um hunda. Fólk á öllum aldri hefurnotið samvistanna við heimsóknarhunda Rauða krossins og að sjálfsögðu eigendurþeirra líka. Heimsóknahundar eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinnafjölbreyttum verkefnum um allt land.
Hundarnir fara ásamt eigendum sínum aðheimsækja einstaklinga eða hópa á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og aðrarstofnanir. Um er að ræða klukkustunda samveru og spjall, einu sinni í viku semfer fram annað hvort innan- eða utandyra, allt eftir samkomulagi milligestgjafa og sjálfboðaliða. Markmið Hundavina er að rjúfa félagslega einangrunog létta einstaklingum lífið.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni eða ef þú hefur áhuga á að fá hundavin í heimsókn þá getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“