Innanlandsstarf
Hundavinir Rauða krossins á Smáhundadögum
13. febrúar 2019
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín.
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín. Hundavinaverkefni Rauða krossins er tilvaliðfyrir þá sem njóta þess að vera í kring um hunda. Fólk á öllum aldri hefurnotið samvistanna við heimsóknarhunda Rauða krossins og að sjálfsögðu eigendurþeirra líka. Heimsóknahundar eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinnafjölbreyttum verkefnum um allt land.
Hundarnir fara ásamt eigendum sínum aðheimsækja einstaklinga eða hópa á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og aðrarstofnanir. Um er að ræða klukkustunda samveru og spjall, einu sinni í viku semfer fram annað hvort innan- eða utandyra, allt eftir samkomulagi milligestgjafa og sjálfboðaliða. Markmið Hundavina er að rjúfa félagslega einangrunog létta einstaklingum lífið.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni eða ef þú hefur áhuga á að fá hundavin í heimsókn þá getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.