Innanlandsstarf
Hundavinir Rauða krossins á Smáhundadögum
13. febrúar 2019
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín.
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín. Hundavinaverkefni Rauða krossins er tilvaliðfyrir þá sem njóta þess að vera í kring um hunda. Fólk á öllum aldri hefurnotið samvistanna við heimsóknarhunda Rauða krossins og að sjálfsögðu eigendurþeirra líka. Heimsóknahundar eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinnafjölbreyttum verkefnum um allt land.
Hundarnir fara ásamt eigendum sínum aðheimsækja einstaklinga eða hópa á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og aðrarstofnanir. Um er að ræða klukkustunda samveru og spjall, einu sinni í viku semfer fram annað hvort innan- eða utandyra, allt eftir samkomulagi milligestgjafa og sjálfboðaliða. Markmið Hundavina er að rjúfa félagslega einangrunog létta einstaklingum lífið.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni eða ef þú hefur áhuga á að fá hundavin í heimsókn þá getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.