Innanlandsstarf
Hundavinir Rauða krossins á Smáhundadögum
13. febrúar 2019
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín.
Síðastliðna helgi voru haldnir Smáhundadagar í Garðheimum og að sjálfsögðu voru hundavinir Rauða krossins á staðnum að kynna verkefni sín. Hundavinaverkefni Rauða krossins er tilvaliðfyrir þá sem njóta þess að vera í kring um hunda. Fólk á öllum aldri hefurnotið samvistanna við heimsóknarhunda Rauða krossins og að sjálfsögðu eigendurþeirra líka. Heimsóknahundar eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinnafjölbreyttum verkefnum um allt land.
Hundarnir fara ásamt eigendum sínum aðheimsækja einstaklinga eða hópa á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og aðrarstofnanir. Um er að ræða klukkustunda samveru og spjall, einu sinni í viku semfer fram annað hvort innan- eða utandyra, allt eftir samkomulagi milligestgjafa og sjálfboðaliða. Markmið Hundavina er að rjúfa félagslega einangrunog létta einstaklingum lífið.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni eða ef þú hefur áhuga á að fá hundavin í heimsókn þá getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.