Innanlandsstarf
Kynntu geðheilbrigðisstarf og sálrænan stuðning við flóttafólk
31. ágúst 2022
Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Sóley Ómarsdóttir kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.
Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna, og Sóley Ómarsdóttir, sérfræðingur í sálfélagslegum stuðningi, kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga sem Alþjóðateymi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar heldur utan um.
Í teyminu eru skólasálfræðingar frá öllum hverfamiðstöðvum borgarinnar, Barnavernd Reykjavíkur, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu.
Markmið fundarins var að efla samstarf á milli Reykjavíkurborgar og Rauða krossins og deila þekkingu og reynslu í geðheilbrigðismálum- og gagnkvæmri aðlögun flóttafólks.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.