Innanlandsstarf
Kynntu geðheilbrigðisstarf og sálrænan stuðning við flóttafólk
31. ágúst 2022
Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Sóley Ómarsdóttir kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.

Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna, og Sóley Ómarsdóttir, sérfræðingur í sálfélagslegum stuðningi, kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga sem Alþjóðateymi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar heldur utan um.
Í teyminu eru skólasálfræðingar frá öllum hverfamiðstöðvum borgarinnar, Barnavernd Reykjavíkur, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu.
Markmið fundarins var að efla samstarf á milli Reykjavíkurborgar og Rauða krossins og deila þekkingu og reynslu í geðheilbrigðismálum- og gagnkvæmri aðlögun flóttafólks.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.