Innanlandsstarf
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á verklega skyndihjálp
18. janúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á nýja gerð af skyndihjálparnámskeiði sem hentar vel fólki sem hefur áhuga á að læra skyndihjálp en er mjög upptekið á kvöldin. Á þessu námskeiði er fyrri hluti námskeiðisins (bóklegi hlutinn) tekin á netinu, hvenær sem hentar.
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á nýja gerð af skyndihjálparnámskeiði, Verklegt 2 tíma námskeið. Námskeiðið er eins og hin venjulegu fjögurra tíma námskeið fyrir utan að nú er hægt að taka fyrri hluta námskeiðisins (bóklega hlutann) á netinu, hvenær sem hentar. Þeir aðilar sem hafa lokið vefnámskeiðinu og hafa þannig öðlast grunnþekkingu í skyndihjálp fara svo á verklegt tveggja tíma námskeið til að öðlast verklega færni í að veita einstaklingum aðstoð í bráðatilfellum. Svona námskeið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að læra skyndihjálp en eiga erfitt með að vera frá í 4 klst á kvöldin.
Á þessu námskeiðið læra þátttakendur fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Tímasetningar námskeiðanna má finna inn á skyndihjalp.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum
Alþjóðastarf 18. september 2025„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.