Innanlandsstarf
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á verklega skyndihjálp
18. janúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á nýja gerð af skyndihjálparnámskeiði sem hentar vel fólki sem hefur áhuga á að læra skyndihjálp en er mjög upptekið á kvöldin. Á þessu námskeiði er fyrri hluti námskeiðisins (bóklegi hlutinn) tekin á netinu, hvenær sem hentar.
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á nýja gerð af skyndihjálparnámskeiði, Verklegt 2 tíma námskeið. Námskeiðið er eins og hin venjulegu fjögurra tíma námskeið fyrir utan að nú er hægt að taka fyrri hluta námskeiðisins (bóklega hlutann) á netinu, hvenær sem hentar. Þeir aðilar sem hafa lokið vefnámskeiðinu og hafa þannig öðlast grunnþekkingu í skyndihjálp fara svo á verklegt tveggja tíma námskeið til að öðlast verklega færni í að veita einstaklingum aðstoð í bráðatilfellum. Svona námskeið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að læra skyndihjálp en eiga erfitt með að vera frá í 4 klst á kvöldin.
Á þessu námskeiðið læra þátttakendur fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Tímasetningar námskeiðanna má finna inn á skyndihjalp.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.