Innanlandsstarf
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á verklega skyndihjálp
18. janúar 2019
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á nýja gerð af skyndihjálparnámskeiði sem hentar vel fólki sem hefur áhuga á að læra skyndihjálp en er mjög upptekið á kvöldin. Á þessu námskeiði er fyrri hluti námskeiðisins (bóklegi hlutinn) tekin á netinu, hvenær sem hentar.
Rauði krossinn í Kópavogi býður nú upp á nýja gerð af skyndihjálparnámskeiði, Verklegt 2 tíma námskeið. Námskeiðið er eins og hin venjulegu fjögurra tíma námskeið fyrir utan að nú er hægt að taka fyrri hluta námskeiðisins (bóklega hlutann) á netinu, hvenær sem hentar. Þeir aðilar sem hafa lokið vefnámskeiðinu og hafa þannig öðlast grunnþekkingu í skyndihjálp fara svo á verklegt tveggja tíma námskeið til að öðlast verklega færni í að veita einstaklingum aðstoð í bráðatilfellum. Svona námskeið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að læra skyndihjálp en eiga erfitt með að vera frá í 4 klst á kvöldin.
Á þessu námskeiðið læra þátttakendur fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Tímasetningar námskeiðanna má finna inn á skyndihjalp.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.