Innanlandsstarf
Um 13 milljónum úthlutað til þessa
26. janúar 2024
Úthlutunarnefnd hefur nú úthlutað rétt tæplega 13 milljónum króna úr neyðarsöfnun Rauða krossins til 144 fjölskyldna frá Grindavík. Úthlutunin heldur áfram þar til allt það fé sem safnast er komið í hendur Grindvíkinga í neyð.

Úthlutunarnefnd hefur nú úthlutað tæplega 13 milljónum króna af því fé sem Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað í yfirstandandi neyðarsöfnun. Úthlutun er enn í fullum gangi og Grindvíkingar geta sótt um fjárhagsaðstoð í gegnum Þjónustumiðstöðina í Tollhúsinu á Tryggvagötu.
Rauði krossinn hefur getað styrkt 144 grindvískar fjölskyldur til þessa með þessu fé, en söfnunin og úthlutunin stendur enn yfir, svo enn fleiri Grindvíkingar fá stuðning.
Söfnunin hefur gengið gríðarlega vel og tæplega 30 milljónir króna hafa safnast. Íslenska þjóðin og fólk um allan heim hefur stutt söfnunina og árangurinn sýnir hve margir vilja leggja Grindvíkingum lið á þessum erfiðu tímum. Söfnuninni er ætlað að létta undir með Grindvíkingum nú þegar þeir standi frammi fyrir alls kyns fjárhagslegum áskorunum, til viðbótar við þá grimmu staðreynd að mega ekki fara heim til sín. Við viljum þakka almenningi fyrir þessar öflugu viðtökur.
Allt fé sem rennur í söfnunina fer beint í úthlutun, að undanskildum lágmarks kostnaði við söfnunina og úthlutunina sjálfa. Um 99% af því fé sem hefur safnast fer því beint til Grindvíkinga.
Víðtæk neyðaraðstoð frá fyrsta degi
Auk söfnunarinnar hefur Rauði krossinn tekið þátt í rýmingum bæjarins, opnað fjöldahjálparstöðvar til að taka á móti fólki sem hafði engan samastað og veitt sálrænan stuðning, bæði í Þjónustumiðstöðinni á Tryggvagötu og í gegnum Hjálparlínuna 1717 og Netspjallið 1717.is. Rauði krossinn sér einnig um rekstur Þjónustumiðstöðvarinnar, ásamt Almannavörnum og Grindavíkurbæ.
Svona getur þú styrkt söfnunina:
👉https://www.raudikrossinn.is/styrkja/stakur-styrkur/
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.